Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Qupperneq 12
4
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
milli beggja aðila, verður að nokkru
leyti rakið til þess, að það var nú lýð-
um ljóst, að mjög mikið ósamræmi ríkti
milli launagreiðslu hinna ýmsu stofn-
ana bæjarins og að síðustu árin hafði
fjölda mörgum starfsmönnum verið
bætt við og ætluð laun utan og ofan
við launaflokkana, af þeirri einföldu
ástæðu, að engir hæfir menn hefðu feng-
izt til hinna ýmsu starfa með þeim byrj-
unarlaunum, sem launaflokkarnir gerðu
ráð fyrir.
Það var þó svo, að mikil tregða var
á því í bæjarstjórn, að gengið yrði end-
anlega að verki um endurskoðun launa-
samþykktarinnar. Á aðalfundi 18. apríl
1937 getur formaður St. R. ekki svar-
að framkominni fyrirspurn um gang
launamálsins á annan veg en þann, að
félagið hafi enn ekki fengið formlega
viðurkenningu sem samningsaðili í
launamálinu, heldur hafi borgarstjóri
aðeins orðað það við formann, að sam-
vinna yrði með bæjarstjórn og Starfs-
mannafélaginu um lausn málsins. Á
þessum fundi lagði einn félagsmanna,
hr. Jóhann G. Möller, fram eftirfarandi
tillögu, sem snertir eina hlið launasam-
þykktarinnar:
„Fundur í St. R. skorar á stjórn
félagsins að sjá um, að þeir starfs-
menn bæjarins, sem teljast fastir
starfsmenn og ekki liafa þegar
fengið skipunarbréf fyrir stöðum
sínum, fái það sem fyrst.“
Tillöguna fluttu, ásamt Jóhanni G.
Möller, 10 starfsmenn Rafveitunnar og
var hún samþykkt. Á sama fundi var
samþykkt áskorun á stjórn félagsins
um að halda fund innan 7 daga, þar
sem rætt yrði um launamál starfsmanna
bæjarins. Einnig þessa tillögu fluttu
nokkrir starfsmenn Rafveitunnar. Það
er þó ekki fyrr en á stjórnarfundi 4.
maí 1937, að hr. Árni Björnsson hag-
fræðingur er ráðinn til að undirbúa til-
lögu um launakjör starfsmanna bæjar-
ins í samræmi við samþykktina frá 20.
nóv. 1936, og á stjórnarfundi 20. maí
1937 var í fyrsta skipti rætt um mögu-
leikana fyrir því að gera ákveðnar kröf-
ur á hendur bæjarstjórn vegna sívax-
andi dýrtíðar. Fallið var þó frá að setja
fram kröfur að svo stöddu, meðan ekki
lægi fyrir tillögur frá ráðunaut stjórn-
arinnar í þessu efni, hr. Árna Björns-
syni, og sérstakur fundur um launamál-
ið var ekki haldinn af sömu ástæðum.
Skylt er að geta þess, að það tafði
mjög fyrir umræðum um launamálið á
fundum félagsins, að mjög gagngerðar
breytingar voru gerðar á lögurn félags-
ins um þessar mundir og deildu menn
ákaft um breytingarnar, svo lítill tími
vannst til að sinna launamálinu á fund-
um. Þá voru menn og ákaflega bjart-
sýnir á, að bæjarstjórn mundi hraða
endurskoðun launasamþykktarinnar og
hafa lokið endurskoðuninni í síðasta
lagi fyrir bæjarstjórnarkosningar, sem
fram áttu að fara í janúar 1938. Af
þessum sökum var á framhaldsaðal-
fundi 1. júní 1937 feld tillaga frá hr.
Jóni Halldórssyni, sem hneig í þá átt,
að fara fram á það við bæjarstjórn og
bæjarráð, að dýrtíðaruppbótin fyrir það
ár yrði hækkuð til samræmis við aðal-
vísitölu ársins 1936. Þeir, sem töluðu
gegn tillögunni, létu það ótvírætt í ljós,
að hún væri framkomin á óheppilegum
tíma, þar sem yfir stæði endurskoðun
launasamþykktarinnar. Þessi trú varð
þó fyrir alvarlegum hnekki, þar sem
engin endurskoðun fór fram önnur en
sú, sem fólst í starfi ráðunauts Starfs-