Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Side 16
8
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
lagningamaður í Gasstöð Rvíkur, átti
fimmtugsafmæli 20. þ. m. Þorvarður er
einn af þeim, sem lengst hafa verið í
þjónustu bæjarins, hann byrjaði í Gas-
stöðinni í aprílmánuði 1910. Hann er
fæddur í Þóroddarkoti á Álftanesi, for-
eldrar: Guðmundur Lárusson, þar bú-
andi, og kona hans, Steinunn Sigurðar-
dóttir. — Blaðið óskar honum allra
heilla á fimmtugsafmælinu.
málsins, því það var í launanefndinni,
sem fyrst var rætt um möguleika fyrir
blaðútgáfu, til þess að halda fram rétti
Starfsmannafélags Reykjavíkur.
Þessum rétti hefur Starfsmannafélag
Reykjavíkur síður en svo fyrirgert í
rekstri launamálsins, með háværum
kröfum og eftirgangsmunum. Það hef-
ur staðið fast á rétti sínum í allri hóg-
værð og það er von vor og trú, að svo
framarlega sem starfsmenn bæjarins
skipa sér þétt saman um sín réttinda-
mál, þá muni þau vinnast að lokum.
Sta rfsmannafélag
Reykjavíkur 10 ára.
Kvæði þetta orkti Kjartan Ólafsson
brunav. er starfsm.fél. varð tíu ára og
flutti hann það á afmælisfagnaði þess.
Þér tíu ára sigursveig skal flétta.
Við settum okkur gott og fagurt mið,
við erum þjóð með strengi allra stétta,
og stefnum fram með djarft
og hugað lið.
Því mörgu þarf á betri veg að breyta
og byggja upp ef menning ræður för.
Við erum öll að sama láni að leita:
að lifa við sem bezt og sælust kjör.
Það er svo oft, að menn um
skoðun skilur
og skilning vantar til að geta sætzt.
Og fyrir mörgum hatrið útsýn hylur,
svo hinir beztu kraftar fá ei mætzt.
En það er böl, sem þungu stríði veldur
og þjóðir mega gjalda fyrr og síð.
Því er oss lán og gæfa að geta heldur
með góðu ríkt og sigrað alla tíð.
Og þetta félag sanni í sínu verki
að samtök geta langt til heilla náð,
og það skal lyfta lands og þjóðar merki
og leysa hverja þraut með festu og dáð.
Við elskum þig, þú borg, við bláa ósa.
Þar börnin vona, er ljúfust sólin skín,
og enginn myndi fegri framtíð kjósa
en fá að auðga þig með störfum sín.