Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Qupperneq 21

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.07.1938, Qupperneq 21
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR 13 Sta rfsmannafélagið. Þœttir um stofnun þess og starf. Eftir Ágúst Jósefsson. Mér þykir hlýða, að í fyrsta blaði félagsins sé að nokkru minnst aðdrag- andans að stofnun þess. Mörg félög harma það mjög, að engar skriflegar upplýsingar liggja fyrir frá stofnendum þeirra, og ekki eftir þeim leitað meðan þeir menn voru enn á lífi, sem frá þessu gátu sagt. Á árunum 1920—1925 barst það oft í tal meðal fastra starfsmanna bæjar- ins, að stofna félag, svo mönnum gæfist færi á að kynnast hvor öðrum og ræða áhugamál sín. Ég átti tal um þetta við ýmsa menn, en undirtektir voru mjög á reiki, og töldu sumir slíkt óþarfiegt, en aðrir sögðust mundu verða með, ef hafizt yrði handa um félagsstofnunina. Fáir voru þá ákveðnir fylgjendur þess- arar hugmyndar, en þó nógu margir til þess, að málið hélzt vakandi. Við Erling- ur Pálsson, Jón Egilsson í Gasstöðinni og Karl Ó. Bjarnason brunavörður átt- um oft tal um þetta mál, en ekki varð þó neitt úr framkvæmdum fyrr en á síðari hluta ársins 1925. Hafði nokkru áður komið til tals meðal lögregluþjóna að stofna félag (stéttarfélag), til þess að reyna að fá bætt launakjör sín, og einkanlega að fá komið á föstu skipu- lagi um eftirlaun lögreglumanna, sem létu af störfum fyrir aldurs sakir. Eng- ar reglur voru til um greiðslur eftir- launa, en þau veitt af náð bæjarstjórnar í hvert sinn. Bæjarfulltrúar voru líka raunar óánægðir með þetta fyrirkomu- lag, en þó var engin breyting á þessu gerð fyrr en Starfsmannafélagið tók málið til meðferðar, eins og síðar segir. Ekki varð þó neitt úr þessari félags- stofnun lögregluþjónanna, og mun það hafa valdið, að þeir hafi hallazt fremur að skoðun Erlings og okkar hinna, að félagsskapur allra starfsmanna bæjar- ins myndi verða áhrifameiri í samning- um við borgarstjóra og bæjarstjórn. I ársbyrjun 1920 gekk í gildi sam- þykkt bæjarstjórnar um laun starfs- manna bæjarins, og er sú samþykkt enn í gildi, þótt lítt hafi verið eftir henni farið hin síðustu ár. En margir voru þá þegar óánægðir með samþykktina af ýmsum ástæðurn, en einkanlega flokka- skipun og launakjör. Snemma í nóvember 1925 hittumst við Erlingur á götu og ræddum enn um félagsstofnunina. Ákváðum við þá að hef jast handa í málinu, og komum okk- ur saman um, að hvor um sig skyldi tala við tilnefnda menn af starfsmanna- liði bæjarins um félagssamtökin. Að lokinni þessari rannsókn var svo loks hafizt handa um að boða fund með þeim mönnum, sem við töldum fullkom- lega hlynnta félagsstofnuninni, og var sá fundur haldinn í Iðnó, uppi, og

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.