Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Page 22
14
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVÍKUR
mættu þar 10—12 menn. Á þessum
undirbúningsfundi var samþykkt að
boða á fund alla fasta starfsmenn bæj-
arins, til þess að ræða og taka ákvörð-
un um stofnun starfsmannafélags, og
nefnd kosin til þess að boða fundinn og
semja frumvarp til laga fyrir hið vænt-
anlega félag. I nefndinni voru: Ágúst
Jósefsson, Erlingur Pálsson og Jón
Egilsson.
Hinn 10. janúar 1926 boðaði nefndin
til fundar í Iðnó uppi, og sóttu hann 50
manns. Ég stjórnaði fundinum og var
frummælandi, en fundarritari var Sig-
urður Jóhannesson, nú afgreiðslumað-
ur Alþýðublaðsins, en hann var þá inn-
heimtumaður hjá Rafmagnsveitunni.
Fyrir fundinum lá frumvarp til laga
fyrir félagið. Eftir nokkurar umræður
um stofnun félagsins og lagafrumvarp-
ið, var samþykkt að fresta fundinum,
til þess að menn gætu kynnt sér laga-
frumvarpið o. fl., og samþykkt að halda
framhaldsfundinn hið allra fyrsta.
Hinn 17. janúar 1926 var framhalds-
fundur settur í Iðnó uppi. Á þeim fundi
var lagafrumvarpið samþykkt með
óverulegum breytingum, og stjórn kos-
in. Fyrsta stjórn félagsins var þannig
skipuð:
Formaður:
Ágúst Jósefsson, heilbrigðisfulltrúi.
Féhirðir:
Jón Egilsson, bókhaldari í Gasst.
Ritari:
Sigurður Jóhannesson, innheimtum.
Meðstjómendur:
Erlingur Pálsson, yfirlögregluþjónn.
Nikulás Friðriksson, umsjónarmaður.
Varastjórn:
Karl Ó. Bjarnason, brunavörður.
Karl Guðmundsson, lögregluþjónn.
Ágúst Pálmason, innheimtumaður.
Endurskoðendur:
Sigurður Þorkelsson, hreinsunarm.
Páll Árnason, lögregluþjónn.
Fyrsta grein félagslaganna hljóðar
svo: Félagið heitir: Starfsmannafélag
Reykjavíkurbæjar.
Önnur grein: Tilgangur félagsins er:
að efla samvinnu með öllum föstum
starfsmönnum Reykjavíkurbæjar, og
láta sér ant um allt það, er þeim er til
hagsmuna, svo sem:
a. Launakjör.
b. Tryggingar gegn veikindum og
slysum.
c. Ellistyrk og eftirlaun.
d. Vinnutíma og vinnutilhögun.
e. Aukna menntun og þekkingu fé-
lagsmanna.
Þriðja grein: Inngöngu í félagið geta
allir fengið, sem taka föst laun úr bæj-
arsjóði Reykjavíkur, eða stofnunum
þeim, sem tilheyra Reykjavíkurbæ.
Þessum greinum laganna hefir ekki
verið breytt síðan þær voru samþykkt-
ar á stofnfundi félagsins, sem telst vera
17. janúar.
Félagið var fremur fámennt í byrjun,
því ekki var laust við, að nokkurrar
andúðar gætti í garð þess úr ýmsum
áttum, og réði þar nokkru um stefnu-
skráin í 2. gr. félagslaganna, sem sum-
um þótti þá full freklega orðuð. Vegna
þess, að ég var formaður félagsins, sló
stundum í brýnu milli mín og ýmsra
manna, sem af þessum og öðrum ástæð-
um voru fremur andstæðir félaginu. En
allt jafnaðist það með tímanum, og hafa
margir af þessum mönnum síðar orðið
hinir beztu styrktarmenn félagsins. Og
það kom líka á daginn, að enginn þurfti
neitt að óttast, því starfsemi félagsins
var hagað þannig, að áhugamál þess
gengju smátt og smátt fram með vin-