Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Síða 24

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.07.1938, Síða 24
16 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR Su ma rbú staði r. Eftir Lárus Sigurbjörnsson. Þegar sólin skín upp á hvern dag, er það ekki nema eðlilegt, að hugurinn dvelji við sólheitar lyngbrekkur og gró- anda sumarsins, en hvarfli frá skrif- stofu- og göturyki. Þeir, sem eru svo heppnir að eiga eða hafa á leigu sumar- bústaði í námunda við borgina, vita gerzt hvílíkur feikna munur er á allri líðan og lífi í borginni og utan hennar á sumrin. Og börnin okkar eru fljót að finna þennan mismun. Nú er það svo, að fæstir starfsmenn bæjarins eru svo efnum búnir, að þeir eigi sumarbústaði utan bæjarins, og þó þeir vildu koma sér upp slíkum bústöð- um, þá er það bæði erfitt og dýrt fyrir hvern einstakan og vandfundnir hent- ugir staðir fyrir bústaðina. En starfs- menn bæjarins unna engu síður frjálsu útilífi á sumrin en aðrir menn, og myndu vilja leggja mikið í sölurnar til að geta notið sólar og sumars í sem fyllstum mæli. Til þess nú að hjálpa þeim starfs- mönnum bæjarins, sem hug hefðu á að eignast sumarbústaði í námunda við bæinn, en ekki hafa tök á að ráðast í slíkt upp á eigin spýtur, hefur mér dott- ið í hug, að Starfsmannafélagið tæki málið á dagskrá og beitti sér fyrir stofnun byggingarfélags sumarbústaða starfsmanna bæjarins. Byggingarfélag- ið starfaði síðan með tillögum, afborg- unum af kaupverði bústaðanna, lánsfé og styrkjum, ef fengjust. Nánari til- högun hef ég hugsað mér þannig: Starfsmannafélagið leitaði til bæjar- stjórnar um landrými fyrir 40—50 sum- arbústaði, þar sem hverjum bústað fylgdi a. m. k. 1 hektari lands. Svo stóra spildu er vart hægt að fá innan bæjar- takmarkanna, nema ef vera skyldi á Elliðaárbökkum í norðurhlíð Vatnsenda- hæðarinnar. En ef starfsmenn bæjarins vilja mikið á sig leggja þessu máli til framgangs, má það ekki minna vera en bærinn hjálpi þeim eins og öðrum borg- urum, sem eignast hafa stórar spildur að erfðafestu, af keyptu bæjarlandi. Bæjarlandið er enn of lítið og næstu kaup bæjarins ættu þá að miðast að einhverju leyti við þarfir byggingarfé- lags starfsmannanna. Þá er enn fyrir hendi sá möguleiki, að bærinn sjái sér fært að láta byggingarfélaginu eftir landsspildu úr Gufunesinu, sem er eign bæjarins, og er þá sérstaklega ástæða til að hafa augstað á Knútskoti og landi þar umhverfis niður að Elliðaárvogi. Það er meðmæli með þessum stað, að þar er hægt að ná rafmagni til eldun- ar og upphitunar í alla bústaðina frá línunni til stuttbylgjustöðvarinnar. — Mjög hægt og fljótlegt er að komast úr bænum með strætisvagni að Kleppi

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.