Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.07.1938, Síða 25

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.07.1938, Síða 25
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVÍKUR 17 og mótorbát yfir voginn, en vafalaust verður þess skammt að bíða, að reglu- legar ferðir takist yfir voginn, þó ekki væri nema til að stytta leiðina á hinn vinsæla skemmtistað að Eiði. Að landinu fengnu eða vilyrði um það, leitaði félagið útboðs á byggingu allra bústaðanna í einu eftir teikningu, sem fengin væri áður með samkeppni. Bú- staðirnir yrðu 2—3 herbergja með eld- húsi og geymslu. Ef allir bústaðirnir væru byggðir í einu, mætti spara stór- lega á efniskaupum, vinnu og flutnings- kostnaði og er ekki langt úr vegi að áætla kostnað við hvern bústað, án eld- unartækja, kr. 1000—1200. Helming kostnaðar leggðu félagsmenn fram, en helmingur lánsfé, sem vafalaust fengist með bæjarábyrgð. Með samtökum um þetta velfarnaðar- mál geta starfsmenn bæjarins unnið sjálfum sér og sínum nánustu mikið gagn hvað heilsuverndun og hollustu viðvíkur. Þeir myndu og geta framleitt talsvert af garðávexti, sem gæti orðið góður forði til vetrarins. Bústaðirnir með ræktuðu landi umhverfis myndu og bæta þann fríða svip ræktunar og þrifn- aðar, sem er að komast á nánasta um- hverfi bæjarins, og ef vel tiltækist, myndi stofnun byggingarfélagsins opna öðrum bæjarmönnum leið til þess að njóta sólar í gróanda sumarsins. L. S. Grein um lögregluna. í næsta blaði birtist grein eftir hr. Erling Pálsson yfirlögregluþjón um lög- reglu bæjarins. Pétur Ingimundarson sextugur. Það er ánægjulegt að geta minnst þess, í fyrsta tölublaði Starfsmanna- blaðsins, að einn af þekktustu og vin- sælustu starfsmönnum Reykjavíkur- bæjar hefir nýlega haldið upp á merk tímamót á æfi og í starfi. Þessi starfsmaður er Pétur Ingi- mundarson, slökkviliðsstjóri, sem varð sextugur þann 6. júlí, og átti hann um líkt leyti tuttugu ára afmæli sem fast- ur starfsmaður bæjarins, en hafði þó þar áður starfað um önnur tuttugu ár í slökkviliðinu, eða allt frá því hann fluttist til bæjarins árið 1898. Pétur Ingimundarson hefir til að bera alla eiginleika hins góða opinbera starfsmanns. Hann er djarfur, en þó gætinn í starfi sínu. Hann fylgist vel með kröfum tímans og þörfum bæjar- félagsins, og það er aðdáunarvert

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.