Bankablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 2
á
BANKABLAÐIÐ
Sfarfssvið norræna bankamanna-sambandsins.
Hið árlega fulltrúamót norræna
bankamannasambandsins var, að þessu
sinni, háð í Helsingfors, Finnlandi, dag-
ana 30. maí til 1. júní.
Á mótinu hélt hr. V. v. Zeipel, rit-
stjóri sænska bankamanna-sambandsins,
útvarpsræðu þá, er hér birtist í þýðingu:
Félag Finnlands-sænskra bankamanna
hefir í ár boðið stéttarbræðrum sínum
frá hinum Norðurlöndunum Danmörku,
Noregi og Svíþjóð til fulltrúafundar í
Helsingfors. Vill félagið með því sýna,
að það hefir áhuga fyrir hinu 12 ára
gamla samstarfi á milli hinna norrænu
bankamannafélaga. Vér erum sérstak-
lega ánægðir yfir þessu, í fyrsta lagi
sökum þess, að með því fá fulltrúarnir
tækifæri til þess að sjá nokkuð af hinu
fagra Finnlandi og höfuðstað þess, og
í öðru lagi yfir því, að geta í framtíð-
inni gert ráð fyrir verðmætri þátttöku
Finnlands-sænskra bankamanna í nor-
rænu menningarsamstarfi. Á þessum
ársfundum ræða fulltrúarnir um ýms
málefni, sem varða ráðningakjör og
önnur sameiginleg málefni félaganna og
meðlima þeirra. Á þennan hátt fæst
tækifæri til þess að ræða sameiginlega
um árangur hins liðna árs, áhuginn vex
við þetta og sjóndeildarhringurinn víkk-
ar, og þetta verður hvatning til nýrra
starfa.
Vér erum útvarpsstöð Finnlands
mjög þakklátir fyrir það, að hafa gefið
oss tækifæri til þess að gera svo miklum
fjölda hlustenda grein fyrir starfi voru,
og sem vér vitum að hefir þýðingu fyrir
almenning að kynnast.
Það er almennt fyrirbrigði, að milli-
stéttin hefir síðustu áratugina orðið á
yfirborðinu áhrifalaus í þjóðfélaginu,
samtímis því sem fjárhagsafkoma henn-
ar hefir stórum versnað. Töluverður
hluti af því fólki, sem hér er um að
ræða, eru aðalstarfskraftarnir í þjóðfé-
lögunum. Meiri hluti þeirra eru starfs-
menn í ábyrgðarstöðu, annaðhvort hjá
opinberum stofnunum eða einkafyrir-
tækjum, og eru verk þeirra því þýðing-
armikill þáttur í starfi og þróun þjóðfé-
laganna. Þetta er viðurkennt af öllum,
og eins nauðsyn þess að varðveita
menningargildi þessarar stéttar. En
hversu skylt, sem þjóðfélagið telur sér
að varðveita hag samtakahópa, er þess
ekki að vænta, að það á nokkurn hátt
ali önn fyrir samtakaheildum, sem sjálf-
um er skylt að sjá um sig. Öll þróun
stefnir að auknum árangri á ýmsum
sviðum. Þó að ríkin sjálf fylgi hægfara
öllum framförum, þá eru breytingarnar
örar í þjóðfélögunum. Vér erum fyrir
löngu kómin á það stig að sjá, að vér
getum einungis með samvinnu einstakl-
inganna náð fullum árangri í áhugamál-
um vorum. Þetta gildir ekki einungis,
þegar um andleg áhugamál er að ræða,
heldur og einnig um fjárhagsleg mál-
efni. Það er því tími til kominn að skrif-
stofu- og bankamennirnir fylgi þessari
einföldu staðreynd og myndi sín sam-
tök.
Ástæðan til þess, að ofannefndum
stéttum er hætta búin, er vafalaust, að
nokkru leyti, sökum hinnar hörðu bar-
áttu milli fjármagns og vinnu, sem þeg-
ar hefir nú staðið um nokkra manns-
aldra. Þetta hefir haft sína þýðingu, en
önnur atriði hafa þó sjálfsagt haft meiri
áhrif. Eitt af þeim er lækkun peninga-