Bankablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 5
BANKABLAÐIÐ
5
verðleika í þeim, sem einungis er hægt
að virða í hverju einstöku tilfelli. Mögu-
leikar til mismunandi launa eftir verð-
leikum verða því alltaf utan launaregl-
anna. Innan svo jafns starfsmannahóps
sem bankamanna, mundu slíkar launa-
reglur vera þýðingarmiklar, sem mæli-
kvarði á launum í bönkum og öðrum
stofnunum. Auðvitað þarf mikinn und-
irbúning og athuganir, áður en hægt er
að semja slíkar launareglur. Til þess að
undirbúa launareglurnar er félagsskap-
ur mikils virði.
Önnur starfskjör eru ekki eins mik-
ilsverð og launin. En eitt af þeim er þó
langskyldast launamálinu, en það er
starfsöryggið. Undirstaðan til öryggis
í lífinu er ekki aðeins að hafa góð laun,
heldur og einnig vissan um framtíðar-
atvinnu. Á Norðurlöndum gilda um
þetta svo að segja fastar reglur, með
einstaka undantekningum. Næst báðum
þessum atriðum eru ellitryggingarnar.
Hvernig fer, þegar ellin kemur, kraft-
arnir þverra og nauðsyn verður á, bæði
frá sjónarmiði vinnuveitanda og vinnu-
þiggjanda, að skipta um og endurnýja
vinnukraftinn? Sanngjarnt er, að vinnu-
þiggjandinn, meðan hann hefir óbilaða
starfskrafta, geti sjálfur sparað það,
sem hann þarf að geyma til elliáranna.
Þessu verður tæpast komið til leiðar með
öðru móti en með tryggingum, en til
þess þarf, samkvæmt öllum venjum, á
aðstoð vinnuveitandans að halda. Það
yrði of umfangsmikið að ræða þessi þýð-
ingarmiklu málefni hér nánar.
Þótt áhugamál félaganna séu í þess-
um atriðum svo að segja þau sömu og
þjóðfélagsins, verða þau þó, að öllum
jafnaði, fyrir miklum örðugleikum, þeg-
ar til framkvæmda á að koma. En þessir
erfiðleikar stafa mjög oft eingöngu af
óvild gegn hagsmunasamtökunum, sem
oft er svo rík meðal leiðandi manna í
þjóðfélögunum. Þar sem fastlaunamenn
vilja ekki taka upp þær baráttuaðferð-
ir, sem teljast sjálfsagðar í stéttabar-
áttu verkamanna, verða þeir eingöngu
að treysta á skilning atvinnurekend-
anna, eða aðstoð ríkisvaldsins, til þess,
með lagaaðstoð, að fá áhrif á launa- og
ráðningakjörin. Tilgangur slíkra laga
ætti að vera sá, að veita félögum, er
gætu komið fram sem fulltrúar fyrir
stéttina, réttindi til þess að vera samn-
ingsaðili við vinnuveitendur um ráðn-
ingakjör félagsmanna. Ef samningar
tækjust ekki, ætti að mega skjóta mál-
inu til sérstaks gerðardómstóls til úr-
lausnar.
Ég hefi hér viljað, í sem fæstum orð-
um, gera grein fyrir nokkrum af þeim
viðfangsefnum, sem starfsmannafélög-
in almennt eru að fást við, og þeim við-
fangsefnum, sem norrænu bankamanna-
félögin eru nú að glíma við. Vona ég, að
þessi stutta greinargerð geti vakið
skilning manna á þeim umbótastörfum,
sem starfsmannafélögin eru nú að fást
við. Mál þessi eru svo þýðingarmikil og
svo erfið að leysa, að frá okkar sjónar-
miði er það ekki aðeins verjandi, held-
ur blátt áfram nauðsyn, að félögin hér
á Norðurlöndum ræði mál þessi sam-
eiginlega á ári hverju. Við getum allir
bæði miðlað og tekið á móti. í ár hitt-
umst við í höfuðstað Finnlands; þá eru
það auðvitað fyrst og fremst Finnlend-
ingarnir, sem miðla, en við tökum á
móti. En hvort sem vér ræðum hug-
sjónamál vor í þessu eða hinu landinu,
verður árangurinn af starfi okkar þó
alltaf þáttur í hinu norræna menningar-
starfi.