Bankablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 1

Bankablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 1
BANKABLAÐIÐ 1. ARG. JULI 1935 1. TBL AVARP. Svo sem bankamönnum er kunnugt, var SAMBAND ÍSLENZKRA BANKAMANNA stofnað af Félagi starfsmanna Landsbanka íslands og Félagi starfsmanna Útvegsbanka ís- lands h.f. 30. jan. þ. á. Tilgangur sambandsins er samkvœmt lögum þess: 1. Að vinna að skipulagðri félagsstarfsemi islenzkra bankamanna. 2. Að gœta hagsmuna bankamanna í hvívetna og hafa á hendi forystu fyrir þeim út á við i þeim inálum, er snerta starf og kjör sambundsfélaga almennt. Stjórn sambandsins hefir haldið allmarga fundi og rœtt möguleikana til þess að ná þessum tilgangi. Hún hefir og boðað til almennra sambandsfunda um hagsmunamál bankamanna. En nú er það svo, að þeir einir, sem búsettireru í Reykjavik, hafa aðstöðu til að sœkja sambandsfund, en auðvitað þurfa sem allra flestir og helzt allir félagar, hvar sem þeir eru á landinu, að taka þátt i félagsstarfseminni. Þá fyrst má vœnta einhvers árangurs, ef þáttakan er almenn og áhuginn almennur. Af þessum ústœðum úkvað stjórn sambandsins að reyna að gefa út blað til þess að geta núð til allra sambandsfélaga og til þess að sem flestir þeirra gœtu orðið virkir þáttak- endur i starfsemi sambandsins. Tilgangi blaðins þurf ekki að lýsa fyrir sambundsfélögum. Það á að verða vettvangur fyrir gagnlegar umrœður um hagsmunamál vor. Það á ennfrem- ur að fíytja fróðleik um bankafrœðileg efni, fréttir af félagsstarfsemi bankumanna í ná- grannalöndunum, skúldskap, kýmni og unnuð það, sem gott bluð má pryðu. Þettu fyrsta blað, sem gefið er út til reynslu, verður ekki selt, heldin sent öllum sum- bundsfélögum ókeypis. Um það, hvort blaðið kemur út eftirleiðis eða hve oft, er ekki hœgt að segju uð svo stöddu. Það fer eftir undirtektum og áhuga sambandsfélaga. En stjórn sam- bandsins vœntir þess, að allir, sem hlut eiga að máli, bregðist þunnig við, uð hægt verði að haldu útgáfunni áfrum. Til þess uð svo megi verðu, þarf hver og einn að leggja fram sinn skerf. Það má enginn draga sig ulgerlegu i hlé, og enginn bankamaður getur afsakuð sig með þvi, uð hunn sé ekki fœr um uð skrifa í blað sitt eða styðja þuð ú annan hátt. Til leiðbeiningar skal það tekið frain i eitt skifti fyrir öll, að stjórnmál má ekki rœða i blaðinu. í þeim efnum á það að vera hlutlaust. Handrit skulu send ritnefncl bluðsins. Hun ákueður, Iwað skuli birt uf því, sem henni berst og hvað ekki. Hófundar geta vulið um, hvort þeir skrifa undir réttu nafni eða dulnefni, en skylt er þó að geta nafns síns við ritnefndina. Hún hefir rétt til að lugfœra greinar að þvi er form snertir, en efnisbreytingar eða úrfellingur má ekki gera, nema með samþykki höfunda. Ritnefndin er bundin þugnurskuldu um allt, sem henni og höfundum fer á milli. Stjórn sambandsins væntir þess, að nllir, sem hlut eigu uð muli, skilji nauðsyn þess, að blað vort geti orðið vel úr garði gert, að það geti orðið gott blað og skemtilegt og síðast en ekki sízt, að það verði fœrt um að vinna það hlutverk, sem þvi er œtlað: að tengju sumun i eina samhugu heild alla bankamenn á íslandi til sumsturfs um hugsmunu- og áhngumál stétturinnar. Bluðinu er ætluð að eiga verulegan þútt i því að gera hinu unga sambandi voru fœrt að ná tilgangi sinum. Til þess uð svo megi tukast vænt- um vér aðstoðar yðar allra. Stjóm Sambands íslenzkra bankainanna. Haraldur Johannessen, Elías Halldórsson, Einvarður Hallvarðsson, Baldur Sveinsson, Franz A. Andersen.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.