Bankablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 6
6
BANKABLAÐIÐ
Samstarf norrænna bankamanna.
Síðastliðin tólf ár hafa sambönd
bankamanna á Norðurlöndum (Svíþjóð,
Noregi, Finnlandi og Danmörku) hald-
ið árlega fulltrúafundi. Á þessum fund-
um mæta venjulega 2 fulltrúar frá
hverju landi, og ræða þeir þá ýms hags-
munamál bankamanna.
í ár var fundur haldinn í Helsingfors
dagana 31. maí til 1. júní.
Um miðjan maí fékk stjórn Sambands
íslenzkra bankamanna bréf frá Fijin-
lands Svenska Bankamannaförening R.
F., þar sem þeir létu í ljós þá ósk sína,
að S. í. B. sendi fulltrúa á í hönd far-
andi fulltrúamót og gerðust þar með
virkir þátttakendur í samstarfi nor-
rænna bankamanna.
Þetta boð um þátttöku var ýtarlega
athugað, eftir því sem tími vannst til,
en því miður var enginn möguleiki fyrir
hendi til að taka boðinu — að þessu
sinni. Hinsvegar mun öllum ljóst, að slík
mót geta orðið til mikils gagns, ekki sízt
íslenzkum bankamönnum. — Vonandi
verða einhver ráð til þess, að hægt verði
að koma því til leiðar, að S. í. B. sendi
fulltrúa á fulltrúafund þann, sem halda
á í Osló næsta ár. Þetta mjög svo þýð-
ingarmikla mál verður að sjálfsögðu
tekið fyrir á sambandsfundi við fyrsta
tækifæri.
Stéttarsamtök íslenzkra bankamanna
eiga sér ekki langa fortíð, en það á að
verða þeim mikill styrkur í framtíðinni
að vita öll bankamanna-sambönd Norð-
urlanda reiðubúin til að láta hinu ný-
stofnaða íslenzka sambandi í té alla þá
aðstoð, er þau geta.
Eftirlaunasjóður bankastarfsmanna.
Með því að fyrir dyrum stendur breyt-
ing á Reglugjörð fyrir eftirlaunasjóð
starfsmanna Landsbanka fslands, og
þetta mál varðar bankastarfsmenn al-
mennt mjög mikið, hefir stjórn S. í. B.
snúið sér til herra Brynjólfs Stefáns-
sonar, mag. scient., forstjóra Sjóvá-
tryggingarfélags fslands h.f., og beðið
hann að láta í té álit sitt um þær breyt-
ingar, er hann leggur til, að gerðar verði
á reglugjörðinni.
Þegar Reglugjörð fyrir eftirlaunasjóð
starfsmanna Landsbanka íslands var
samin, voru skipulagstillögur hr. B. S.
teknar til grundvallar, og er því nú mik-
ils virði fyrir félaga S. í. B., að fá grein-
argerð þá, er hér fer á eftir, til at-
hugunar:
„Ég hefi nýlega haft til endurskoðunar
Reglugjörð eftirlaunasjóðs starfsmanna
Landsbankans, og hefi ég í sambandi
við hana gert tillögur um nokkrar breyt-
ingar á reglugjörðinni, sem ég tel vei'a
til bóta. Skal hér í stuttu máli gerð
grein fyrir breytingum þessum, svo að
menn geti betur áttað sig á þeim, því að
þar sem um jafnmikilvægt mál er að
ræða fyrir alla bankastarfsmenn, er það
nauðsynlegt að því sé fyrir komið á sem
hagfeldastan hátt, og að það fé, sem til
þess er varið, komi að sem beztum not-
um. —
Hlunnindi þau, sem eftirlaunasjóðir
Landsbankans og Utvegsbankans veita,
eru tvennskonar:
A. Eftirlaun handa starfsmönnum