Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 7

Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 7
BANKABLAÐIÐ 21 Og þegar til þingsins kom, sýndi það sig, að þarna var fundin leið til sátta meðal þingmanna, því að þetta frv. var samþykkt að heita mátti breytingalaust í einu hljóði í báðum deildum, og varð að lögum 18. sept. 1885, eða fyrir rétt- um 50 árum í dag. Að vísu heyrðust raddir í þinginu um ótta við óinnleysanlegu seðlana, en ekki urðu þær háværar, og engri sundrung urðu þær valdandi. Það er engum vafa undirorpið, að þessi heppilega lausn málsins var mikið að þakka landshöfð- ingja, enda lét þingskörungurinn Bene- dikt Sveinsson svo um mælt í þingræðu, að þess mundi verða getið, þegar saga íslands yrði skrifuð, hver hefði verið hér landshöfðingi, þegar banki hefði verið hér stofnaður, honum til sæmdar fyrir mikinn og góðan þátt í því máli. Og þessa ósk lét hinn þjóðkunni þing- garpur (B. Sv.) fylgja bankanum„ „að hann færi með sér inn í hvers manns hús framtakssemi, sparsemi, atorku og dugnað, en ekki leti, eyðslusemi og ó- hóf“. Hér hefir forsaga Landsbankans ver- ið lítillega rakin fyrir þá sök, að eg hefi hvergi séð hennar getið, þegar um bank- ann hefir verið ritað að undanförnu. Tilgangur og störf. Tilgangur bankans var sá, „að greiða fyrir peningaviðskiptum í landinu, og styðja að framförum atvinnuveganna“. Þessum tilgangi átti bankinn að ná með eftirtöldum störfum, m. a.: að kaupa og selja víxla og ávísanir, er- lenda mynt og arðberandi verðbréf, að lána fé gegn ve/ði í fasteign, hand- veði og sjálfskuldarábyrgð, að veita lán bæjum, sveitum og al- mannastofnunum, gegn ábyrgð sveita eða bæja, að (inn)heimta ógreiddar skuldir, að veita lánstraust gegn handveði eða sjálfskuldarábyrgð, að taka á móti innstæðufé, sem innláni eða með sparisjóðskjörum og á hlaupareikning. I reglugerð bankans frá 29. maí 1886 var nú nokkuð þrengt að sumum þessara ákvæða. Samkvæmt henni mátti bank- inn t. d. ekki lána gegn tryggingu í hús- um, nema í Reykjavík, og aðeins gegn 1. veðrétti. Ekki mátti bankinn heldur lána gegn sjálfskuldarábyrgð, nema „því aðeins, að ábyrgðarmennirnir séu búsettir i Reykjavík eða í nágrenni við hana“. Fram er það tekið í reglugerðinni mjög skýrt og ákveðið, að varasjóð bankans megi aldrei lána út, heldur skuli hann geymdur í konunglegum skuldabréfum, sem á skömmum tíma megi koma í peninga. Stjórnendur bankans. Þessi ákvæði sýna, hve gætnir og varasamir þeir menn voru, er áttu að stýra bankanum fyrstu árin, og koma honum heilum á húfi yfir bernskuörð- ugleikana, en fyrstu stjórnendur bank- ans voru þeir: Lárus E. Sveinbjörnsson (síðar háyfirdómari) framkvæmdar- stjóri, skipaður af landshöfðingja 24. okt. 1885, Jón Pétursson háyfirdómari, kosinn af efri deild Alþingis 19. ágúst 1885 (sá er átti frumhugsun að stofnun bankans 1881) og séra Eiríkur Briem, kosinn af neðri deild 8. ágúst sama ár. Það fyrirkomulag, að þingdeildirnar kysu sinn manninn hvor í stjórn bank- ans, svonefnda gæzlustjóra, hélzt alla

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.