Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 20

Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 20
34 BANKABLAÐIÐ Brunatryggingar Sjóvátryggingar _________________________ Ómótmælanlega er það eina innlenda Líf tryggingarf j elagið SEM BÝÐUR BEZT KJÖR GEGN LÆGSTUM IÐGJÖLDUM Á ÖLLUM TEGUNDUM LÍFTRYGGINGA. LÍTR YGGINGARDEILD Sjóvátryggingarfjelag íslands h.f. annmarkar eru á núverandi fyrirkomu- lagi sjóðsins, eins og greinarhöf. rétti- lega bendir á. Leggur hann til, að farin verði sú leið, að ekkju- og barnastyrkir falli niður, og í þeirra stað komi dánar- bætur, en til þeirra vill hann verja 2,5 % af iðgjöldum til sjóðsins. Það mun vera nærri einróma álit sjóðsfélaga, að ekkju- og barnastyrkir megi ekki niður falla, en hins vegar er einnig viðurkennt, að dánarbætur séu alveg ómissandi. Einn- ig væru örorkutryggingar æskilegar. Þeim, er þetta ritar, virðist heppileg- ast, að sjóðurinn starfi fyrst um sinn á sama grundvelli og hingað til, að því viðbættu, að til komi dánarbætur og ef til vill örorkutryggingar. Til þess að þetta megi verða, virðist svo að núver- andi iðgjöld þyrftu að hækka um að minnsta kosti ca. 2% af launafúlgunni. I Landsbankalögunum er hámark til- lags bankans til eftirlaunasjóðsins á- kveðið 3 % . Til þess að sami jöfnuður héldist og hingað til hefir ríkt, þyrfti þetta hámark að hækka um 1 %, ef við- aukinn um dánarbætur yrði staðreynd. Það mun vart deilt um nauðsyn dánar- bóta og að óreyndu mun mega gera ráð fyrir, að jafn augljós réttarbót og hér er gert ráð fyrir fengist fúslega hjá lög- gjöfum þjóðarinnar. Ef þessi hækkun væri ófáanleg, yrðu sjóðsfélagar að auka bagga sinn og leggja á sig 2 % aukagreiðslu. Hitt er vafamál, hvort þeir treystust til þess, því nú er það svo, að flestir sjóðsfélaga hafa það lág laun, að þeir ættu erfitt með að standa einir straum af hækkun iðgjalda, en hitt er víst, að það væri þeim mikil örfun, ef slíkum iðgjöldum væri jafnað til helminga. Þeir eru víst sárfáir, sem lagt geta fyrir fé af laun-

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.