Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 24

Bankablaðið - 18.09.1935, Blaðsíða 24
BANKABLAÐIÐ 38 t Síra Richard Torfason bankabókari. „Táp og fjör og' frískir menn finnast hér á landi enn. Þéttir á velli og þéttir í lund, þrautgóðir á raunastund". Oft datt mér þetta erindi í hug er ég sá og hugsaði um vin minn, Richard Torfason. Nú er hann að velli hniginn. Sira Richard Torfason. Ég man það, er ég sá síra Richard fyrst, fyrir nálega þrjátíu árum síðan, þá varð mér starsýnt á manninn. — Hann var með afbrig'ðum glæsilegur maður á velli, hár og spengilegur, fríð- ur og höfðinglegur. Ég held, að ég hafi aldrei séð glæsilegri mann en hann. Svo var og framkoma hans öll og látbragð virðulegt og þó látlaust, því það var fjarri síra Richard að vera yfirlætis- maður eða vilja þykjast meiri en hann var. Enda var hann í öllu meira en með- almaður. Síðar kynntist ég hinum ágætu and- legu hæfileikum Richards Torfasonar. Við vorum samverkamenn í rúmlega tuttugu ár. Hann var afburða vandvirk- ur maður, og afarsýnt um verk, glögg- ur og fljótur að skilja það er með þurfti. Að mínu áliti var síra Richard ágætur samverkamaður, og félagi; sem skrif- stofustjóri í Landsbankanum vildi hann geta treyst mönnum, og nutu þeir þess, sem verðir voru, því hann launaði þeim með vináttu sinni, en hún var það bezta, er hann gat í té látið. Ég veit, hve sárt honum þótti, ef menn brugðust trausti hans — og það sérstaklega vegna þeirra manna sjálfra, því vafalaust vildi hann öllum mönnum vel. — Enda var hann mjög vinsæll í bankanum og fóru vin- sældir hans stöðugt vaxandi. Munu fáir menn hafa verið vinfleiri í bankanum en síra Richard var, er hann lét af störfum þar, vegna aldurs, á síðastliðnu sumri (1934), eftir um 26 ára starf í þjónustu bankans. Nú er síra Richard horfinn úr hinum sýnilega heimi. — Okkur, vinum hans, finnst þar alltof stórt skarð höggvið. En minningin um hinn tápmikla, f jöruga og þrautgóða mann mun lifa. — — Síra Richard Torfason var fæddur 16. maí 1866, og varð því tæplega sjötugur að aldri er hann dó. Hann var jarðsunginn 11. sept. nð viðstöddu fjölmenni. Bankastjórar og fyrv. starfsbræður vottuðu hinum látna virðingu sína, með því að bera kistu hans í kirkju. Þ. J.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.