Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 9

Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 9
BANKABLABIÐ 53 að skilyrði fyrir því, að hann tæki við starfinu). Síðan Búnaðarbankinn tók til starfa, hafa orðið stórfelldar breytingar á við- skiptasviði landbúnaðarins, meðal ann- ars vegna kreppulánalöggjafarinnar. Störfin hafa margfaldast og var því sérstök nauðsyn, þá er gjaldkerastað- an losnaði, að skipa í hana ungan og ötulan bankamann, sem vanur væri öll- um bankastörfum. Sá maður, sem sett- ur var til bráðabirgða, mun víst hafa reynzt sæmilega, ,en því fór fjarri, að honum væri veitt staðan. Nei, ekki mátti minna gagn gera en að taka aldr- aðan mann, óvanann og ókunnugan öllu því, er bankamenn þurfa og eiga að kunna. Áður en langt um líður verður Sam- band íslenzkra bankamanna vonandi svo öflugt, að slíkt hneyksli, sem þetta, geti ekki endurtekið sig. Jónas. Effirlaunasjóður starfsmanna Landsbankans. I 2. tölublað ritar Fr. um sjóð þennan. Bendir hann þar á, að iðgjöld til sjóðs- ins séu nú of lág til þess að það geti staðist, að sjóðurinn annist ekkju- og barnastyrk og dánarbætur. Ég geri ráð fyrir, að þetta sé rétt, en tel hins vegar, að það sé gersamlega ranglátt gegn eldri starfsmönnum bankans að hækka ið- gjöldin. Vil ég nú gera grein fyrir þess- ari skoðun minni. Eins og kunnugt er, var sjóður þessi stofnaður fyrir fáum árum. Ég og sjálf- sagt margir aðrir, sem fyrir löngu vor- KOL og KOKS Nægar birgðir ávallt fyrirliggjandi. Verð og gæði hvergi betra. Kolasalan s.f. Símar 4514 & 1854. Þeir, sem leggja áherzlu á góðar vörur - en þó ódýrar - aettu að reyna viðskiptin við Verzlunin Björn Kristjánsson, Jón Björnsson & Co.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.