Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 11

Bankablaðið - 01.10.1935, Blaðsíða 11
BANKABLAÐIÐ 55 Tvær ólíkar gjafir. Eins og kunnugt er áskotnaðist Félagi starfsmanna Landsbanka íslands, á 50 ára afmæli bankans, einskonar „Menn- ingarsjóður“. — Þetta var „lítil gjöf en lagleg“ frá stjórn bankans. — Þótt flest- um núverandi starfsmönnum komi sjóð- ur þessi að litlu haldi, þá er sú hugs- un samt bæði lofsverð og virðingarverð er virðist liggja á bak við sjóðstofn- unina. Því er þar með slegið föstu, að bankinn álítur sér hag í, að starfsmönn- um veitist sem beztur kostur til fram- haldsmenntunar. Bankinn sér, sem og rétt er, að því aðeins getur honum farn- azt vel, að allir, frá þeim lægsta til hins hæsta, séu vel undir starfann búnir, og að valinn og hæfur (,,kvalificeraður“) maður sé á hverjum stað. Nokkrum dögum eftir, að þessi gjöf til starfsmannafélags Landsbankans var heyrum kunn, barst Félagi starfsmanna Útvegsbanka íslands h.f. einnig nokkurs konar „gjöf“ frá Útvegsbankanum — eða réttara sagt „ofanígjöf“ ■— þar sem um veitingu gjaldkerastöðunnar á Isa- firði er að ræða. Bankastjórar þessa banka, eða að minnsta kosti tveir þeirra, hafa tvímælalaust staðfest, að ekki sé nokkurs virði, að menn séu að eyða tíma og fé til að þroska og þjálfa sig til bankastarfs. Slíkt sé tóm endileysa. Þeir menn séu miklu færari, sem t. d. stæli „puttana“ við prentverk, þjálfi andann við brauðhnoð eða skerpi „útsjónina“ á skipsf jöl eða því um líkt. — Þessir menn álykta eins og þeir hafa vit og þekkingu til. — Það hlýtur að vera erfitt verk að sætta sig við að vinna undir stjórn þeirra manna, sem ekki einu sinni skilja, hvað þá heldur þekkja, einföldustu und- irstöðuatriði þess starfs, sem þeir eru settir yfir að stjórna. ACBA. Liísábytjöarfélagið THIILE h.f. er stærsta, bónushæsta og tryggingahæsta lífsábyrgðarfélagið á íslandi. Leitið nánari upplýsinga. Aðalumboð THULE á íslandi: Canl D. Tulinius & Co. Sími 1730 (tvær línur). Austurstræti 14, Reykjavík. Símnefni; Carlos Reykjavík.

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.