Bankablaðið - 01.12.1978, Side 19

Bankablaðið - 01.12.1978, Side 19
lands. Króginn var nú fenginn fóstru sinni í hendur, sem var nýkjörin stjóm sjóðsins, skip- uð Jóni Árnasyni, bankaráðsformanni, Georg Ólafssyni, bankastjóra og Hilmari Stefánssyni sem fulltrúa starfsmanna. Einnig mætti segja að snáðinn hafi notið aðhlynningar á vöggu- stofu, sem var nýstofnað Félag starfsmanna Landsbanka íslands, sem hafði nokkurn til- lögurétt varðandi lífsreglurnar og uppeldið. Nú fór í hönd sæmilegt vaxtarskeið og náði snáðinn dágóðum þroska, enda þótt hann bæri jafnan merki þeirrar kreppu, sem herjaði víða um heim. Þó verður að segjast, að mikils tómlætis virðist hafa gætt um uppeldi snáðans fyrsta áratuginn. Mætti að sumu leyti líkja honum við „lykilbörn" nútímans, sem verða að sjá um sig sjálf, því að þrátt fyrir nokkrar greinar m. a. í Bankablaðinu, þar sem lýst var nokkrum áhyggjum um framtíð sjóðsins, var verulegur dráttur á endurskoðun þeiiTa reglna, er honum voru settar í upphafi. Eftir kreppuárin tók við gelgjuskeiðið með umróti sínu og róttækum breytingum. Og með því fóru í hönd stríðstímar sem settu úr skorð- um marga hluti. Meðal annars var tekin upp skömmtun á ýmsum sviðum. Óskabarnið okk- ar fékk einnig að kenna á því fyrirbæri og átti því við talsverðan næringarskort að búa þau árin. Þá voru iðgjöld til sjóðsins aðeins greidd af gxunnlaunum, en um skeið fengu menn megin hluta launa sinna sem dýrtíðaruppbót. Má því segja að gelgjuskeiðið hafi reynst ungl- ingnum svo erfitt, að litlu munaði, að hann veslaðist upp úr hor. Fljótlega eftir styrjöldina var farið að huga að heilsu hans, og með reglugerð frá 7. júlí 1948 var honum tryggður tilveruréttur og skömmtun afnumin og full iðgjöld innt af hendi. Þá fékk hann einnig m. a. nokkurs konar vítamín-gjafir af tekjuafgangi bankans árin 1945-1948. Tók hann nú brátt að hress- ast, enda kominn á táningaaldurinn. Gat hann fljótlega farið að leggja lið við búskapinn og uppbyggingu „heimilisins". Fyrsta átakið í þeim efnum var bygging húsanna nr. 4-10 við Ég bað ekki um KAMEL bjálfinn þinn, heldur KANEL. BANKABLAÐIÐ 13

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.