Bankablaðið - 01.12.1978, Page 31

Bankablaðið - 01.12.1978, Page 31
Formaður Félags starfsmanna Landsbanka íslands með gjöf sem önnur starfsmannafélög athentu félaginu i tilefni af fimmtiu ára afmælinu. Frá Félagi starfsmanna Landsbanka íslands Þann 28. febrúar sl. var að- alfundur F.S.L.Í., haldinn að Laugavegi 77. Fundurinn var allvel sóttur og töluverðar um- ræður um ýmisleg mál er varða hagsmuni og velferð starfsfólksins. Þess má t. d. geta að samþykkt var að fé- lagsgjöldin verði framvegis föst % af launum í stað ákveðinnar krónutölu áður. Stjórn félagsins fyrir þetta starfsár er þannig skipuð: Benedikt Guðbjartsson form. Ásdís Gunnarsd. varaform. Svana Samúelsdóttir gjaldkeri Birgir Jónsson ritari Hermann Stefánsson, Guð- björg Gísladóttir og Sigrún Ólafsdóttir meðstjórnendur. 50 ára afmæli félagsins Eitt af fyrstu verkum þess- arar stjórnar var að ákveða hvernig 50 ára afmælis fé- lagsins, sem var þann 7. marz skyldi minnst. Síðasta stjórn hafði þá þegar látið fara fram samkeppni innan bankans um nýtt merki fyrir félagið, en ekki barst nein tillaga, sem dómnefnd gat fallist á, til verðlauna eða nota. Var Krist- ín Þorkelsdóttir auglýsinga- teiknari fengin til þessa verks, og er árangur hennar kominn í Ijós, það er að segja nýtt merki sem er „Ormur á gulli“. Einnig stendur til, að allir sem voru á launaskrá í bankanum á afmælisdaginn þann 7. marz fái að gjöf, pening með merki félagsins, en segja verður eins og er, að illa hefur geng- ið að fá peninginn sleginn, en vonandi hefst það fyrir ára- mót. Til að sýna stofnfélögum þakklæti fyrir þeirra merka framtak, var ákveðið að láta smíða silfurskjöld með nöfn- um allra stofnendanna og stofndegi. Var skjöldurinn síðan afhjúpaður í Kaup- þingssalnum í Eimskipafé- lagshúsinu þann 29. sept. sl. af Jóhanni Jóhannessyni. En í þessum fræga sal, Kaup- þingssalnum, var félagið stofnað þann 1. mars 1928 af 27 starfsmönnum. Auk Jó- hanns eru á lífi fimm af stofn- endunum, þau Margrét ís- ólfsdóttir, Sigurgeir Jónsson, Sveinn Þórðarson, Vilhelm Steinsen og Þorvarður Þor- varðarson. Við þetta tækifæri voru þessum aðilum afhent heiðursskjöl frá félaginu. Hin eiginlega afmælishátíð var haldin síðast í september, og hófst með því að allir trúnaðarmenn voru þoðaðir til Reykjavíkur á námskeið sem var haldið fyrir þá á veg- um S.Í.B. og F.S.L.Í. Efni þessa fundar var lög S.Í.B. starf og skipulag, trúnaðar- menn, réttarstaða, starf þeirra og hlutverk, kjarasamningar o. fl. Fyrirlesarar á þessu námskeiði voru: Gunnar Ey- dal, Sólon R. Sigurðsson og Guðmundur Gíslason. — Á föstudagsmorgun þann 29. sept. var síðan fundur í trún- aðarmannaráði, en gestur þess fundar var Ari Guð- mundsson, starfsmannastjóri. Síðdegis var gestamóttaka í Kaupþingssalnum og silfur- skjöldurinn afhjúpaður eins og fyrr sagði. Um kvöldið var veglegt afmælishóf að Hótel BANKABLAÐIÐ 25

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.