Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 26

Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 26
Sumarbústaður Starfsmannafélags Reiknistotu bankanna að Syðri-Reykjum, Biskupstungum. ar félagsins hafa tekið þátt í nokkrum firmakeppnum á ár- inu, nú síðast í afmælismóti Starfsmannafél. Landsbanka íslands. — Handknattsleiks- menn S.R.B. lentu í þriðja sæti að þessu sinni, en knatt- spyrnumenn félagsins hefndu ófaranna í hanknattleiknum með því að sigra í knatt- spyrnukeppninni, — sigruðu Landsbankann í úrslitum 9-2. Mjög góð nýting var á sum- arbústað starfsmannafélags- ins að Syðri-Reykjum í Bisk- upstungum. Hafa starfsmenn Reiknistofunnar unnið mikið að ýmsum lagfæringum á landi bústaðarins. Meðal ann- ars hafa þeir byggt sund- laug sem notið hefur mikilla vinsælda dvalargesta. Frá Starfsmannafélagi Sparisjóðs HafnarfjarSar Félagið hélt aðalfund í jan- úar og var þá ný stjórn kosin. Hana skipa eftirtaldir: Þórður Guðlaugsson formaður, Hild- ur Haraldsdóttir gjaldkeri, Þorleifur Sigurðsson ritari og varamenn Svanhildur Péturs- dóttir og Margrét Guðmunds- dóttir. í sumar réðst starfsmanna- félagið í það stórvirki að kaupa sumarbústað. Auglýst var eftir bústað, og eftir mikl- ar bollaleggingar varð sum- arbústaður í Grímsnesi fyrir valinu. Sparisjóðurinn veitti félaginu góða fyrirgreiðslu í sambandi við kaupin. Þar sem bústaðurinn var ekki fullbú- búinn, fór mikil vinna í það í sumar að fullgera hann. Varð þess vegna ekkert úr Þórs- merkurferð sem farin hefur verið undanfarin sumur. Árs- hátíð var að þessu sinni hald- in á Hótel Holti, og tókst hún mjög vel. Einnig voru haldin böll til fjáröflunar fyrir félagið. Var þátttaka góð í þeim skemmtunum sem starfs- mannafélagið stóð fyrir. Nú á næstunni opnar Sparisjóður- inn nýtt útibú við Reykjavíkur- veg 66. Hildur Haraldsdóttir verður útibússtjóri I nýja úti- búinu. Starfsmannafél. Sparisjóðs Hafnarfjarðar sendir svo öll- um stéttarbræðrum og systr- um kveðjur, óskar þeim gleði- legra jóla og farsæls komandi árs. Fréttir úr Búnaðarbankanum Hér verða í stuttu máli sögð helstu tíðindi úr Búnað- arbanka á árinu 1978. Félags- líf hefur verið sæmilegt. Fyrsta samkoma ársins var jólatrésskemmtun fyrir börn starfsfólks. Tókst hún með ágætum og börnin leyst út með gjöfum. 4. febrúar var aðalfundur starfsmannafélagsins haldinn í samkomusal aðalbankans. Var fundurinn illa sóttur. Dag- skrá var venjuleg aðalfundar- störf og önnur mál. Böðvar Magnússon var endurkjörinn formaður, en aðrir í stjórn voru kjörnir Theodóra Thor- oddsen, Ólöf Magnúsd., Jó- hann B. Garðarsson og Gísli Helgason. Árshátíð félagsins var hald- in í Domus Medica þann 27. febr. Hófst hún með borðhaldi kl. 19. Þar með fylgdu fáeinar 20 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.