Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 26
Sumarbústaður Starfsmannafélags Reiknistotu bankanna að Syðri-Reykjum,
Biskupstungum.
ar félagsins hafa tekið þátt í
nokkrum firmakeppnum á ár-
inu, nú síðast í afmælismóti
Starfsmannafél. Landsbanka
íslands. — Handknattsleiks-
menn S.R.B. lentu í þriðja
sæti að þessu sinni, en knatt-
spyrnumenn félagsins hefndu
ófaranna í hanknattleiknum
með því að sigra í knatt-
spyrnukeppninni, — sigruðu
Landsbankann í úrslitum 9-2.
Mjög góð nýting var á sum-
arbústað starfsmannafélags-
ins að Syðri-Reykjum í Bisk-
upstungum. Hafa starfsmenn
Reiknistofunnar unnið mikið
að ýmsum lagfæringum á
landi bústaðarins. Meðal ann-
ars hafa þeir byggt sund-
laug sem notið hefur mikilla
vinsælda dvalargesta.
Frá Starfsmannafélagi
Sparisjóðs HafnarfjarSar
Félagið hélt aðalfund í jan-
úar og var þá ný stjórn kosin.
Hana skipa eftirtaldir: Þórður
Guðlaugsson formaður, Hild-
ur Haraldsdóttir gjaldkeri,
Þorleifur Sigurðsson ritari og
varamenn Svanhildur Péturs-
dóttir og Margrét Guðmunds-
dóttir.
í sumar réðst starfsmanna-
félagið í það stórvirki að
kaupa sumarbústað. Auglýst
var eftir bústað, og eftir mikl-
ar bollaleggingar varð sum-
arbústaður í Grímsnesi fyrir
valinu. Sparisjóðurinn veitti
félaginu góða fyrirgreiðslu í
sambandi við kaupin. Þar sem
bústaðurinn var ekki fullbú-
búinn, fór mikil vinna í það í
sumar að fullgera hann. Varð
þess vegna ekkert úr Þórs-
merkurferð sem farin hefur
verið undanfarin sumur. Árs-
hátíð var að þessu sinni hald-
in á Hótel Holti, og tókst hún
mjög vel. Einnig voru haldin
böll til fjáröflunar fyrir félagið.
Var þátttaka góð í þeim
skemmtunum sem starfs-
mannafélagið stóð fyrir. Nú á
næstunni opnar Sparisjóður-
inn nýtt útibú við Reykjavíkur-
veg 66. Hildur Haraldsdóttir
verður útibússtjóri I nýja úti-
búinu.
Starfsmannafél. Sparisjóðs
Hafnarfjarðar sendir svo öll-
um stéttarbræðrum og systr-
um kveðjur, óskar þeim gleði-
legra jóla og farsæls komandi
árs.
Fréttir úr Búnaðarbankanum
Hér verða í stuttu máli
sögð helstu tíðindi úr Búnað-
arbanka á árinu 1978. Félags-
líf hefur verið sæmilegt.
Fyrsta samkoma ársins var
jólatrésskemmtun fyrir börn
starfsfólks. Tókst hún með
ágætum og börnin leyst út
með gjöfum.
4. febrúar var aðalfundur
starfsmannafélagsins haldinn
í samkomusal aðalbankans.
Var fundurinn illa sóttur. Dag-
skrá var venjuleg aðalfundar-
störf og önnur mál. Böðvar
Magnússon var endurkjörinn
formaður, en aðrir í stjórn
voru kjörnir Theodóra Thor-
oddsen, Ólöf Magnúsd., Jó-
hann B. Garðarsson og Gísli
Helgason.
Árshátíð félagsins var hald-
in í Domus Medica þann 27.
febr. Hófst hún með borðhaldi
kl. 19. Þar með fylgdu fáeinar
20 BANKABLAÐIÐ