Bankablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 24

Bankablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 24
Fréttir frá starfsmannafélögunum Frá Starfsmannafélagi Iðnaðarbanka íslands Starfsemi félagsins hefur verið nokkuð margþætt þetta árið. Strax á öðrum degi í nýári var haldið jólaball fyrir börn starfsfólks og mánuði síðar héldu starfsmenn sína árlegu árshátíð á Hótel Esju. Hátíð þessi tókst mjög vel og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Aðalfundur félagsins var haldinn 17. febrúar og var þar kosin ný stjórn í félaginu. Á vormánuðum voru haldin sþilakvöld og bingó. Á Jóns- messu var brugðið á það ráð að halda sveitaball, þar sem m. a. var boðið upp á kampa- vín og snittur, tókst sú hátíð vel en aðsókn var frekar dræm. Fleiri skemmtanir voru haldnar og ber þar hæst haustfagnaður sem haldinn var í október sl. íþróttir eru mikið stundaðar meðal starfsmanna og höfum við tekið þátt í knattspyrnu- mótum bæði bankamótum og firmakeppnum. Þetta er fyrsta heila árið sem sumarbústaðir okkar að Húsafelli í Borgarfirði eru leigðir út, nýting þeirra var góð í sumar, og fer þeim fjölgandi sem nýta húsin um helgar aðra tíma ársins, enda veðursæld mikil og aðstæður til útiveru og hressingar góð- ar að Húsafelli. 25. janúar sl. voru liðin 25 ár frá því að Iðnaðarbankinn hóf starfsemi sína. Stjórnend- ur bankans minntust þessara tímamóta í nóvember með því að bjóða starfsmönnum ásamt mökum þeirra til sam- kvæmis, þar var glatt á hjalla og líta menn björtum augum til framtíðarinnar. Lítið hefur verið um nýjar stöðuveitingar og er almennt ekki mikil hreyfing á starfs- fólki, fjöldi núverandi starfs- fólks hefur unnið hjá bankan- um í 10-15 ár eða lengur. Starfsfólk bankans er nú um 110 manns. Reykjavík 22. nóv. 78 Æ. E. H. Frá Félagi starfsmanna Alþýðubankans Aðalfundur F.S.A. var hald- inn 3. mars sl. í stjórn voru kosin: Garðar Jökulsson, form., Anna Eiríksdóttir, ritari, Ingibjörg Guðjónsdóttir gjaldkeri, og til vara Jóna Þ. Vernharðs- dóttir og Jóhannes Siggeirs- son, en Jóhannesi var einnig falið að gegna nefndarstörf- um f. h. F.S.A. í laganefnd S.Í.B. í skemmtinefnd voru kosin: Kristín Jónsdóttir, Sigurður Jónsson og Kristján Ólafsson. í maí hætti svo Garðar Jök- ulsson störfum hjá bankan- um, og tók þá Jóna Þ. Vern- harðsdóttir varamaður við formannsembætti. í júní afhenti bankastjórinn starfsm.félaginu skrifstofu til afnota, sem ágætlega er búin húsgögnum og helstu þarfa- hlutum, sem einu litlu starfs- mannafélagi kann að van- haga um við dagleg störf. Sumarbústaður bankans var fullsetinn á liðnu sumri, og komust færri að en vildu. Og þar sem bankinn fer 18 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.