Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 24

Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 24
Fréttir frá starfsmannafélögunum Frá Starfsmannafélagi Iðnaðarbanka íslands Starfsemi félagsins hefur verið nokkuð margþætt þetta árið. Strax á öðrum degi í nýári var haldið jólaball fyrir börn starfsfólks og mánuði síðar héldu starfsmenn sína árlegu árshátíð á Hótel Esju. Hátíð þessi tókst mjög vel og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Aðalfundur félagsins var haldinn 17. febrúar og var þar kosin ný stjórn í félaginu. Á vormánuðum voru haldin sþilakvöld og bingó. Á Jóns- messu var brugðið á það ráð að halda sveitaball, þar sem m. a. var boðið upp á kampa- vín og snittur, tókst sú hátíð vel en aðsókn var frekar dræm. Fleiri skemmtanir voru haldnar og ber þar hæst haustfagnaður sem haldinn var í október sl. íþróttir eru mikið stundaðar meðal starfsmanna og höfum við tekið þátt í knattspyrnu- mótum bæði bankamótum og firmakeppnum. Þetta er fyrsta heila árið sem sumarbústaðir okkar að Húsafelli í Borgarfirði eru leigðir út, nýting þeirra var góð í sumar, og fer þeim fjölgandi sem nýta húsin um helgar aðra tíma ársins, enda veðursæld mikil og aðstæður til útiveru og hressingar góð- ar að Húsafelli. 25. janúar sl. voru liðin 25 ár frá því að Iðnaðarbankinn hóf starfsemi sína. Stjórnend- ur bankans minntust þessara tímamóta í nóvember með því að bjóða starfsmönnum ásamt mökum þeirra til sam- kvæmis, þar var glatt á hjalla og líta menn björtum augum til framtíðarinnar. Lítið hefur verið um nýjar stöðuveitingar og er almennt ekki mikil hreyfing á starfs- fólki, fjöldi núverandi starfs- fólks hefur unnið hjá bankan- um í 10-15 ár eða lengur. Starfsfólk bankans er nú um 110 manns. Reykjavík 22. nóv. 78 Æ. E. H. Frá Félagi starfsmanna Alþýðubankans Aðalfundur F.S.A. var hald- inn 3. mars sl. í stjórn voru kosin: Garðar Jökulsson, form., Anna Eiríksdóttir, ritari, Ingibjörg Guðjónsdóttir gjaldkeri, og til vara Jóna Þ. Vernharðs- dóttir og Jóhannes Siggeirs- son, en Jóhannesi var einnig falið að gegna nefndarstörf- um f. h. F.S.A. í laganefnd S.Í.B. í skemmtinefnd voru kosin: Kristín Jónsdóttir, Sigurður Jónsson og Kristján Ólafsson. í maí hætti svo Garðar Jök- ulsson störfum hjá bankan- um, og tók þá Jóna Þ. Vern- harðsdóttir varamaður við formannsembætti. í júní afhenti bankastjórinn starfsm.félaginu skrifstofu til afnota, sem ágætlega er búin húsgögnum og helstu þarfa- hlutum, sem einu litlu starfs- mannafélagi kann að van- haga um við dagleg störf. Sumarbústaður bankans var fullsetinn á liðnu sumri, og komust færri að en vildu. Og þar sem bankinn fer 18 BANKABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.