Bankablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 20
Melhaga á árunuxn 1949-1952 á vegum Bygg-
ingarsamvinnufélags starfsmanna Landsbank-
ans með fjármögnun sjóðsins allt að 60% af
byggingarkostnaði. Síðan fór sú aðstoð vaxandi
ár frá ári, en þó ekki sem hlutfall byggingar-
kostnaðar.
Segja má, að manndómsár sjóðsins hafi lið-
ið áfallalítið og hann hafi veitt mörgum húsa-
skjól, sem til hans hafa leitað og er nú litið á
þá aðstoð sem annað meginhlutverk hans.
Eftir að aldurinn fór að færast yfir sjóðinn,
hefur farið fyrir honum líkt og ýmsum heið-
ursmönnum á hans aldri, að hann hefur gildn-
að nokkuð með árunum. En því miður er þar
ekki um vöðva eina að ræða eða styrka beina-
grind, heldur ber meira á óeðlilegum bólgum
og samskonar þenslu, sem Jrjakar raunar sjálf-
an ])jóðarlíkamann. Kunnugir telja að hér sé
á ferðinni truflun á efna(hags)starfsemi lík-
amans. Og eru margir uggandi um að stt mein-
semd, er vrðist vera með öllu ólæknandi, verði
honum að aldurtila. En bót er þó í máli, að
stöðugar blóðgjafir, sem hann hefur notið
og nýtur í föðurhúsum munu tryggja tilveru
lians og framtíð. Og allir skjólstæðingar hans
og sjóðfélagar óska honum vissulega heilla og
langra lífdaga á Jressum tímamótum og Jrakka
samfylgdina á liðnum fimmtíu árum.
14 BANKABLAÐIÐ