Jazzblaðið - 01.02.1948, Qupperneq 8

Jazzblaðið - 01.02.1948, Qupperneq 8
^ohnnij ^Jdodi Cjeó HÆGRI HÖND ELLINGTDN’S ★ Þetta er saga um mann og saxafóninn hans. Maðurinn er Johnny Hodges, dökkur á brún og brá, í meðallagi hár og þrekvaxinn. Saxafónninn er altó, hljóðfærið, sem hann hefur leikið á, í hljóm- sveit Duke Ellingtons 1 tæp tuttugu ár. Johnny hefur, með saxafóni slnum, skapað sér frægð, sem ritað hefur verið um í jazzblöðum og bókum um heim allan, auk þess að miljónir manna hafa lært að greina hann úr, á hverri einustu Ellington plötu. Áður en ég fór að tjaldabaki, á „Cafe Zanzibar", til að ræða við Hodges, hlust- aði ég á hann leika sólóar með hljómsveit- inni fram í veitingasölunum. Mig langaði að finna út hvernig hann færi að, að spila með þvílíkri tilfinningu, og þó sér í lagi með svona silkimjúkum tón. „Því er erfitt að svara“, sagði Hodges, er ég svo spurðu hann að því. „Fjöldi manna hafa lagt fyrir mig svipaða spurn- ingu. Sumir spyrja, hvort það sé munn- stykkið, sem ég nota, er þetta orsaki. Aðrir spyrja, hvort ég æfi mikið, og enn aðrir, hvort ég sé enn að nema tónlist". (Þ. e. a. s. sé í tímum). . Hodges langar til að geta gefið öllum rétt svar, og það hafði í rauninni angrað hann dálítið að geta ekki svarað nógu vel. Eftir að við höfðum rætt málið fram og aftur, sagði hann. „Ég held að bezta svar- ið, sem ég get gefið þér, og öllum öðrum, sé að það tók mig um átján ár að full- komna tóninn. Ég er hættur að æfa mig nema það, sem ég æfi með hljómsveitinni. En árum saman þá hlustaði ég á menn eins og Coleman Hawkins, Benny Carter, Buster Bailey og Sidney Bechet. Já, ég hlustaði á þá spila, hlustaði á plötur spilaðar af þeim, og spil- aði svo sjálfur með plötunum. Ég held að alveg eins megi nefna þessi starfsár, skemmtiár, því ég hefi sannar- lega skemmtun af starfi mínu“. * Hodges, sem núna er 39 ára, byrjaði að leika á saxafón, er hann var 15 ára að aldri. Bjó hann þá, ásamt móður sinni og þremur systrum sínum, í Roxbury, Massa- chusetts. Ég var langyngstur, og þar með smá- barnið í f jölskyldunni", sagði Hodges bros- andi. „Móðir mín var þannig kona, að hún vildi láta okkur systkinin hafa allt til alls, og þurfti hún að erfiða mikið til að gera sitt bezta, og það var vissulega ekki auð- velt að halda í sér lífinu í þá daga“. (Höf. Síðar frétti ég að móðir Johnny 8 JjatdLU

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.