Jazzblaðið - 01.02.1948, Side 11

Jazzblaðið - 01.02.1948, Side 11
___________________Spurningar og svör____________________________________ í hverju blaði verður spurning um eitthvað efni viðvíkjandi jazz, lögð fyrir nokkra hljóðfæraleikara og svör þeirra birt um leið. Spurning þessa blaðs hljóðar þannig: Ef þér gæfist kostur á að stjórna sex manna hljómsveit, hvernig myndurðu þá hafa hljóðfæraskipunina og hvaða stíl myndirðu lita hana leika? Hér fara á eftir svör þeirra manna, er spurð'ir voru. Axel Kristjánsson guitarleikari í hljómsveit Björns K. Einarssonar. Minn uppáhalds sextet er Benny Goodman sextettinn og ef ég stjórn- aði sex manna hljómsveit mundi ég hafa hljóðfæraskipunina þá sömu og þar. En hún er klarinett, vibrafónn, guitar, píanó, bassi og tromm- ur. Stílinn mundi ég að sjálfsögðu vilja láta vera sem líkastan þeim sem B. G. sextettinn hefur þ. e. a. s. hundrað prósent swing, en um- fram allt ekki beinar stælingar. Guömundur Vilhergsson tromnetleikari í K. K. sextettinurn. Fyrst af öllu er að raða niður í rhythmann, og legg ég mest upp úr að hafa hann sem fullkomnastan og hefði því rhythmahljóðfærin fjögur, píanó, trommur, bassa og guitar. Biásturshljóðfærin mundi ég svo hafa trompet og tenór-saxafón. Stíllinn ætti að vera sem ailra léttastur, þ. e. a. s. sem mest swing. Þar sem vart er hægt að leika be-bop nema menn séu því tekniskari, kemur það víst ekki til greina, en gaman væri að geta leikið nokkur be-bop lög. Jónas Dagbjartsson tromnetleikari í hljómsveit Aage Lorange. Er Jónas var spurður sagði hann að við slík skilyrði, sem eru hér á landi fyrir danshljómsveitir, þyrfti margt að taka með í reikning- inn. Það er ekki einungis að geta leikið góðan jazz, heldur og þurfa menn að geta leikið og verða oftast að leika dægurlög þau, sem ganga í það og það skiptið, og eins tangóa, valsa og þesskonar músik, sem alls ekki er hægt að kalla jazz. Hann baðst þessvegna undan því að þurfa að svara þessu nánar, en við létum það gott heita því þetta, sem hann nefnir er vissulega stórt atriði. Ólafur G. Þórhallsson guitarleikari og söngvari. Ef ég ætti þess kost að stjórna sex manna hljómsveit og hefði frjáls- ar hendur með hljóðfæraskipun, myndi ég helzt kjósa að hafa í henni trompet, tenór-saxafón, píanó, bassa, guitar og trommur. (Æskilegt væri að saxafónleikarinn léki einnig á klarinett). Akjósanlegast væri auðvitað að hljómsveitin myndaði sér sinn eigin stíl, sem mest frábrugðinn öðrum, en skemmtilegasti stíll slíkra hljómsveita (þ. e. a. s. með áðurgreindri eða svipaðri hljóðfæraskip- un) er að mínu áliti hinn létti og hugmyndaríki stíll Septets Benny Goodman og Quintets Count Basie. JardUií 11

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.