Jazzblaðið - 01.02.1948, Page 13

Jazzblaðið - 01.02.1948, Page 13
hljómsveit Jimmy Dorsey, er Johnny Frigo hætti. Hinn nítján ára trommuleikari Karle Kiffe hefur til skamms tíma verið aðal- stjarna hljómsveitarinnar. Áður en hann fór til Jimmy var hann með eigin ungl- ingahljómsveit í Hollywood og kom hún mikið fram í kvikmyndum. Karle er ný- hættur hjá Dorsey og tók Charley Perry við. Trompetleikarinn Louis Armstrong og trombónleikarinn Jack Teagarden eru sam- an með smáhljómsveit, sem mikið er rætt um þessa dagana í Bandaríkjunum, enda er hún fram úr hófi góð. í henni eru auk framangreindra Barney Bigard klarinett, Sid Catlett trommur, Dick Carey píanó og Morty Corb bassi. Hitt og þetta. Count Basie átti 40 ára afmæli og 12 ára hljómsveitarstjóra af- mæli rétt fyrir áramótin. — Larry Clinton, sem stjórnaði einni af þekktari swing- hljómsveitum fyrir 1940, hefur nýlega stofnað hljómsveit. Trommuleikarinn Alvin Stoller, sem þekktur varð fyrir leik sinn hjá Tommy Dorsey er hjá honum. — Freddie Webster trompetleikari og útsetjari (hann lék hjá Earl Hines og Jimmy Lunceford) dó í haust. — Hljómsveitarstjórinn og trompetleikarinn Erskine Hawkins var ekki alls fyrir löngu sæmdur nafnbótinni „Doct- or of music“ við Alabama State College. — „Adam blew his hat“, er einhver nýjasta platan með Lionel Hampton hljómsveítinni og einhver sú bezta, sem þeir hafa leikið inn á í langan tíma. — Um leið og altó- saxafón-leikarinn Johnny Bothwell slcyldi við konuna, leisti hann upp hljómsveit sína. Vera má að hann byrji aftur og þá með smáhljómsveit. — „The Quintet Of Hot Club Of Fr:mce“ er nýlega kominn saman eftir að ha/.i legið niðri í nokkur ár. Hann er langt frá því að vera eins góður og hann var, sem mikið er að kenna því að fiðluleik- arinn Stephan Grappelly er í afturför og guitarleikarinn Django Reinhardt gerir ekki betur en að standa í stað. — 1 janúar var haldinn konsert í New York til minningar um blues-söngkonuna frægu Bessie Smith, en þá voru tíu ár liðin frá dauða hennar. Þeir, sem léku voru jazzleikarar, sem leikið höfðu inn á plötur með söngkonunni. — Woody Herman er með einn negra í hinni nýju hljómsveit sinni. Það er trompetleik- arinn Ernie Royal og fer hann upp fyrir öll takmörk á hljóðfærið. — Dizzy Gillespie er með hljómsveit sína í hljómleikaför um Evrópu. Munu þeir m. a. leika i Sviþjóð og Danmörku. — Chubby Jackson fór með „all-star“ hljómsvéit í hljómleikaför til Svíþjóðar og jafnvel fleiri Evrópulanda rétt fyrir jól. — Söngkonan og kvikmynda- leikkonan Lena Horne hélt hljómleika fyrir skömmu í London. Innlendar fréttir. Hljómsveit Björns R. Einarssonar lék inn á nokkrar plötur um áramótin. Þær heppnuðust prýðilega og voru leiknar í danslögum Ríkisútvarpsins á gamlaárskvöld og nýársdag. Lagið Chi baba, sem Björn söng inn á eina af þess- um plötum fór sem eldur um sinu um bæ- inn næstu daga á eftir, enda söng Björn það snilldarlega. — Guitarleikarinn Trausti Th. Óskarsson er nú hættur með K.K.- sextettinum. í stað hans kom Gunnar Orm- slev á tenór-saxafón. — Kristján Magnúss. hætti að leika hjá Birni R. rétt fyrir ára- mót og tók Árni Elvar við. Hann hefur lítið leikið opinberlega á píanó, en fékkst samt eitthvað við að leika á klarinett á skóladansleikjum og víðar. — Gunnar Egils, sem verið hefur við nám í Californíu síðan í ágúst í fyrra, kemur til landsins innan skamms, og mun hann aftur fara að leika með hljómsveit Björns. Blaðið mun að sjálfsögðu hafa tal af honum er hann kemur og spyrja hann „jazzfrétta" frá U.S.A. — Jam-session hafa engar verið haldnar undanfarið, sem ef til vill stafar af þvi að hljóðfæraleikarar hafa haft afar mikið að gera síðustu vikurnar, en von- andi mun þetta komast í sitt gamla horf, þannig að það verði hægt að reikna með einni session í viku, og þá með almennri þátttöku úr öllum hljómsveitum. — S. G. JaiMaíiÍ 13

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.