Jazzblaðið - 01.02.1948, Page 14

Jazzblaðið - 01.02.1948, Page 14
Leonard Feather: Upprennandi Jazz-stjörnur ★ J. C. HEARD Fáar smáhljómsveitir hafa möguleika á að ná mikilli frægð, en á fyrsta hljóm- sveitarstjóra ári sínu sannaði J. C. Heard að hljómsveit hans er undantekning frá þessari reglu. Eins og hljómsveitir þeirra John Kirby, Lous Jordan og Eddie Hey- wood hefur J. C. Heard sex- tettinn sameinað nákvæmni í verki, sérstæðar útsetningar og lagt áherzlu á að skemmta hlustendum og leika samt úr- vals jazz. Með þessu er hljóm- sveitin jafnt virt af almenn- ingi sem. jazzgagnrýnendum. J. C. Heard fæddist fyrir 31 ári í borginni Detroit í U.S.A. A skólaárum sínum þar fékk hann áhuga fyrir músik, en áður en hann fór að læra lék hann sem amatör tromm- ari í nokkur ár. Svo lék hann með hinum og þessum lítt þekktum hljómsveitum fram til ársins 1938, en þá fékk hann fyrsta verulega tækifærið er hann kom til New York. Teddy Wilson, sem þá var að hætta hjá Benny Goodman stofnaði eigin hljómsveit og réði J. C. til sín. Er Wilson hljómsveit- in leystist upp lék J. C. í dálítinn tíma hjá Ben Webster og svo Coleman Hawkins, en 1941 stofnaði Wilson smáhljómsveit, sem lék á Cafe Society og var J. C. þá aftur með honum. Eftir að hafa verið þarna í 15 mánuði tók J. C. sæti Cozy Cole í hljóm- sveit Cab Calloway. Hann lék með Cab í þrjú ár og hefur þú ef til vill tekið eftir honum í kvikmyndum þeim, sem hljóm- sveitin lék í á þessum árum. Þegar hann fór frá Cab Calloway réðist hann til síns gamla félaga úr Teddy Wilson hljómsveit- inni, Benny Morton en hann var með eigin sextett á Cafe Society Downtown. Er Morton fór þaðan var J. C. beðinn um að stofna hljómsveit til að leika í klúbbnum. Þeir byrjuðu 12. febrúar 1945, stuttu eftir að J. C. var kjör- inn „new-star“ trommari árs- ins af jazzsérfræðingum tíma- ritsins Esquire. Meðan hljómsveitin lék á Cafe Society lék Heard mikið inn á plötur, engu minna með sinni hljómsveit en öðrum, svo sem Slam Stewart og Dizze Gillespie. Hljómsveit hans lék inn á plötur með hinni frægu söngkonu, Ethel Waters, svo og Etta Jones. Þá var hljóðfæraskipun þessi: Heard á trommur, George Treadwell trompet, Budd Johnson tenór-sax, Jimmy Jones píanó, Dick Harris trombón og bassa- leikarinn A1 McKibbon, sem er mágur J. C. Síðan hafa þeir Joe Newman og George Nicholas tekið við sætum þeirra Treadwell og Jóhnson. J. C. Heard, sem eitt sinn vann fyrir sér sem steppdansari hefur sýnt að hann er engu lakari hljómsveitarstj. en trommu- leikari, og hefur hann gerst ennþá víðtæk- ari með því að syngja með hljómsveitinni og gefst það vel. Það þarf meir en meðal mann til að stjórna hljómsveit og vera sjálfur tromm- ari hennar, svo að ekki verði úr því „one man show“. Það er enginn vafi á því að J. C. Heard er einn af þeim fáu útvöldu og blasir fram- tíðin við honum og hljómsveitinni. : 14 javLUlt

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.