Jazzblaðið - 01.02.1948, Page 16

Jazzblaðið - 01.02.1948, Page 16
TROM PETLEIKARIN N eftir Dorcthy Baker. • Nafnið Dorothy Baker er ekki dulnefni, þó að þeir lesendur þessarar sögu, sem þaulkunnug- astir eru „swing“-starfinu, munu furða sig á því, hvernig nokkur, sem ekki tilheyrir starfsgrein- inni, þar að auki kona, hafi getað leyst af hendi það að skrifa Trompetleikarann. Staðreyndirnar um höfundinn eru þessar: Dorothy Baker, fædd í Montana, skólamenntuð 1 Kaliforníu, gift í París,, hefir varið meiru en hálfri ævi sinni til þess að hlusta á hinar lang- beztu amerísku danshljómsveitir, allar götur frá Louis Armstrong til Paul Whiteman og síðan aftur að Jelly-Roll Morton. Hún hefir ekki verið starfandi við tónlist, þó að toga megi úr henni þá játningu, að hún hafi sungið fáein léttúöarlög um dagana. Hún hefir kennt latínu og frönsku, skrifað smásögur, verið meðritstjóri verkalýðsblaðs á vesturströnd Bandaríkjanna. Þegar Houghton Mifflin útgáfufélagið' veitti henni heiðursnámsstyrk fyrir Trompetleikarann, lagði hún niður önnur störf sín, og helgar nú allan tíma sinn ritstörfum. Dorothy Baker býr nú í Cambridge, Massachusetts, þar sem mað'ur hennar, Howard Baker, sem einnig er rithöfundur, kennir við Har /ard háskólann. Höfundurinn fylgir sögunni úr hlaði með þessum oröum: „Það, sem gefið hefir mér andann og hvatninguna til þess að skrifa þessa bók, var list, en ekki líf, mikils tónsnillings, Leon (Bix) Beiderbecke, sem dó árið 1931. Persónur og atburðir sögunnar er annars einber tilbúningur og snerta hvorki sérstaka tónlistarmenn, lífs eða liðna, né raunverulega viðburði." „Forleikur". Nú sný ég mér að því að skrifa söguna af ævi Rikka Marteins, nú þegar hún er öll á enda, nú þegar Rikki er kominn í gegnum hreinsunareldinn og, eins og kom- izt er að orði, haldinn til hinztu hvíldar. í flj’ótu bragði virðist hún ekki vera mikilfengleg. Rikki fæddist í Georgíu, fimm eða tíu mínútum áður en móðir hans dó og tíu dögum fyrr en faðir hans hirti fögg- ur sínar og fór burt af heimilinu og skildi hann eftir einan hjá frænku sinni sautján ára og bróður hennar. Þau unnu sér far- borða til Los Angeles átta árum síðar og tóku hann með sér. Þar ólst hann upp eftir því sem brautin lá beinust fyrir hon- um. Hann lærði píanóleik með því að snuðra í kring um píanó í kirkjum og skemmti- skálum við þjóðveginn — reyndar hvar sem unnt var að snuðra kringum píanó og fá að grípa í það. Og af því að tón- listin var runnin honum í merg og bein, varð hann sem krakki góður píanóleikari. En píanó var samt ekki það sem fyrir honum átti að liggja, og hann fór loks að gefa sig að látúnshljóðfærunum. Honum tókst að vinna sér fyrir horni. Og síðan lærði hann að leika á horn — trompet, nánar sagt, ef einhver skyldi ekki kunna á því skil, hvað horn er — og þar lenti hann á réttri hillu. Hann lærði af Art Hazard, þeim mikla trompetleikara negr- anna, en það nægir ekki til að skýra, hvað mikið úr honum varð. Hann lék í fimm- og sexmanna dans- hljómsveitum kringum Los Angeles, og einn góðan veðurdag voru hæfileikar hans uppgötvaður af Lí Valentine, sem trúði tæplega eigin eyrum. Valentiné, sem þá var með umferðahljómleika í kvikmyndahúsum víðsvegar um landið, hafði farið á hnotskóg eftir Rikka fyrir orð Jeffa Williams, negra- hljómsveitarstjórans, sem þekkt hafði Rikka sem smástrák í Los Angeles og geymt hann í fersku minni og gert sér miklar vonir um hann sem mikla hljóm- sveitarstjörnu. Lí Valentine lét ekki segja sér það tvisvar hvað í Rikka bjó, réði hann til sín og fór með hann og hljóm- sveit sína til New York. Rikki var sérstakt fyrirbrigði, einkum á meðal tónlistarmanna. Hann var svo mikið fyrirbæri, að ekki leið á löngu unz Filli Morrison, sem stjórnaði beztu stór- hljómsveitinni um þær mundir, gerði í hann hæsta boð og fékk hann til sín, og 16 JazzlUit

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.