Jazzblaðið - 01.02.1948, Qupperneq 19
arinn hans setti þeim fyrir til næsta dags
að læra fyrsta erindið úr „Barnagaman“,
las hann allt kvæðið fjórum eða fimm sinn-
um og var þá búinn að læra það. Daginn
eftir gekk allt vel fyrst í stað. Hann stóð
upp, þegar röðin kom að honum, og fór
laukrétt með fyrsta erindið, en gleymdi að
láta staðar numið við það. Annað erindið
bunaði út úr honum, og hann var að sækja
í sig veðrið til að byrja á því þriðja, þegar
kennarinn sagði: „Seztu! Þú hlýtur að
hafa lært þetta í einhverjum öðrum skóla“.
Þannig gekk það fyrir sig gegnum allan
barnaskólann. Honum virtist vera fyrir-
munað að geta nokkurntíma fótað sig.
Hann var óharðnaður en var jafnan hinn
prúðasti. Þó gat hann aldrei komið sér
á strik, og það fór síversnandi. Samt náði
hann prófi. Allir náðu prófi, hvernig sem
allt gekk. Þetta var svo sem enginn fyrir-
myndar skóli. Mexíkönsku krakkarnir gátu
ekki lært enskuna, Negrarnir léku sér of
mikið, og þeir hvítu virtust ekki vera af
nógu góðu bergi brotnir. En þeir japönsku,
þeir japönsku vox-u gull að gáfum, ljón-
skarpir. Þeir fengu allir ágætiseinkunn á
prófi. Og frænka Rikka snuðaði hann um
hvítar síðbuxur fyrir vikið.
1 gagnfræðaskólanum hefði það átt að
skána, en það var öði’u að heilsa. Fyrsta
árið í gagnfræðaskóla varð sú mei'kilega
bi’eyting á, frá síðasta ári í barnaskóla,
að Rikki hætti að sitja heima við bóka-
lestur, en fór að hengilmænast kringum
Allrasálnakirkju, við Washingtongötu, i-étt
fyrir neðan Miðstræti, snuðra við pianóið.
Þetta byi'jaði fyi-sta daginn hans í gagn-
fræðaskólanum. Honum gekk óskaplega illa
að láta skrásetja sig. Hann hékk nærri
allan daginn á ganginum fyrir framan
skrifstofu skólastjórans, og loks þegar röð-
in var kominn að honum, vai’ð hann ger-
samlega í’uglaður. Hann hlustaði á alla
hroignaþuluna, — aðalfög, aukafög, skyldu-
fög, leikfimi, handavinna — með stökustu
þolinmæði, en skildi ekki neitt í neinu. En
loks komst skólastjói'inn, eða kannski það
hafi verið fulltrúinn, loks komst hann að
höfuðatriðinu. Og þannig var í pottinn
búið, að nemandinn átti að taka um það
ákvörðun á stundinni, hvaða veg hann
ætlaði sér að ganga í lífinu. Hann gat,
til dæmis, valið sér verzlunarnámskeið —
vélritun, hraðritun, bókfærslu og svo fram-
vegis — og gefið sig síðan að verzlun.
JOHNNY HODGES
Framh. af bls. 9.
ekki til nógu stei’k orð yfir tjlfinningar
þíixai'".
„Drengilega mælt“, sagði ég. Johnny
kveikti sér i vindlingi og hélt áfi-am. „Segja
má, að ég sé allra heppnasti náungi, ég
lifi góðu lífi, er vel giftur, á þrjú myndar-
leg böi-n, og að lokum að hafa fengið að
starfa með Duke Ellington".
Eftir samtalið fór ég aftur fi'am í sal
til að hlusta á hljómsveitina. Það má vel
vera að ég hafi ímyndað mér það, en mér
fannst sem ég skildi tónlist mannsins með
altó-saxafóninn, betur eftir að ég hafði
talað við hann. Hann er án efa öllum öðr-
um fremri í list sinni, og leikur fram úr
hófi fágað, en er það ekki einmitt það sem
að hann er sjálfur?
(Lausl. þýtt).
Hann gat líka valið sér einhverja iðngrein
— bifvélavii-kjun, útvarpsfi'æði, trésmíði,
eða annað af því tagi (nú er haldið eitt
námsskeið við þennan skóla, sem þeir kalla
fegrunarfræði, en það var nú ekki komið
þá. Það var ekki einu sinni kennd hár-
liðun við þennan skóla í þá daga). Eða -—•
ef nemandinn ætlaði sér embætti — gat
hann farið í læknisfræði, lögfi-æði, guð-
fræði, kennslu, eða kannski væri bezt að
byi’ja á aimennum undirbúningsfræðum.
Og Rikki var ákveðinn að sýna af sér
mikla rögg, og það sem hann sagði, kom
reyndar eins og þruma úr heiðskíru lofti:
„Ég ætla að velja mér það“.
„Hvað?“ spurði fulltrúinn.
„Almenna undirbúningsnámskeiðið",
sagði Rikki með mestu spekt, og maður-
inn skrifaði: Eðvarð Ríkharður Marteins,
almenn undirbúningsfræði.
„Þá er því lokið, Eðvarð. Þú átt að mæta
í stofu nr. 200 á annarri hæð klukkan hálf
níu í fyrramálið".
Frh.
$a:zLU;í 19