Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 4
Km kchtrabaMaleikara Eftir Hall Símunursou. Kontrabassinn er dýpstur allra strengja- hljóðfæra og nær yfir tvær og hálfa átt- und. Fyrst eftir að hann var fundinn upp var ekki neinn ákveðinn strengjafjöldi á honum, en var frá þremur strengjum í allt að því sex. En fjögurra strengja bassinn reyndist hentugastur og ruddi hinum fljót- lega úr notkun. Hann er stilltur í ferund- um og heitir dýpsti strengurinn E, en sá efsti G. Stundum ,kom þó fyrir í tónverk- um að það þurfti að fá dýpri tórta og var þá bætt við C streng. Aftur á móti fann ameríski bassaleikarinn Chubby Jackson upp á því að nota fimmstrengja bassa í jazzmúsik, til að ná hærri tónum og gera það þannig hentugri til einleiks. Þessir bassar eru nú mikið notaðir í jazzmúsik í U.S.A. Hér á íslandi hefur gildi bassans fyrir hljómsveitir, verið frekar lítils virt. Stund- um kom þó fyrir í hljómsveitum hér áður fyrr, að maður var með bassa, en venju- lega var það þá eitt af mörgum hljóðfær- um, t. d. Bjarni Böðvarsson. En íslend- ingar eignuðust snilling á kontrabassa, þegar Einar B. Waage kom upp frá Banda- ríkjunum 1945 og hækkaði veldi bassans hér þá mikið. Einar hóf kennslu þegar eftir heimkomuna og er árangurinn af henni þegar farinn að koma í ljós, þar sem kontrabassar eru farnir að sjást í nokkr- um hljómsveitum hér í Reykjavík. Annars var ekki ætlunin með þessari grein að skrifa um kontrabassann eða gildi hans fyrir hljómsveitir, heldur að minnast lítillega á nokkra þekktustu bassista Bandaríkjanna í jazzmúsik. Bill Johnson mun hafa verið fyrstur til að leika á bassa í jazzmúsik. Hann var svertingi og frá New Orleans. Johnson lék í hinni frægu hljómsvcit King Olivers og fleiri þekktum hljómsveitum. Fops Foster (svartur) byrjaði nokkru á eftir Johnson. Hann var vel lærður bassa- leikari og markaði ný tímamót í bassaleik, þar sem hann var upphafsmaður að nýjum stíl, sem hefur verið stældur af fjölda bassaleikara. Foster er talinn bezti New Orleans bassistinn. Hann hefur leikið í fjölda hljómsveita m. a. Duke Ellington, Eddie Condon og fleirum. Wellman Braud tók við af Foster hjá Ellington um 1930. Tónn hans er afar mikili og er sagt, að þegar hann hætti, hafi Duke orðið að fá sér tvo bassaleikara. John Ivirby (svartur) byrjaði ungur að leika á hljóðfæri. Hann lék á trombón, en þegar honum var stolið frá honum, hugs- aði hann vel ráð sitt, en byrjaði svo að læra á bassa, því hann þóttist viss um að enginn myndi hlaupa á burt með hann. Hann hafði ekki lengi verið með bassann, þegar Fletcher Henderson heyrði í honum og réði hann til sín. Árið 1932 var Kirby álitinn fremstur allra .jazz-bassaleikara. 1936 stofnaði hann litla hljómsveit, sem í f.jölda ára hefur verið álitin bezta litla hljómsveitin, sérstaklega fyrir hve leikur

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.