Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 22

Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 22
sunnudögum, sagði hann, lög á móti því. Það væri tími til kominn að hann færi að halda heim, sagði hann, bezt að snúa við. Þeir gengu þeg.jandi til baka. Rikka fannst heimurinn rotinn, honum var kalt fyrir brjóstið. Loks sagði Smók: „Ég ætla að stinga af hérna á horninu. Þakka þér fyrir vindilinn, lasm.“ í annað sinn þennan dag vildi Rikki ekki láta í minni pokann. Þegar þeir komu á hornið, sagði hann ákveðið. „Hvers vegna þá ekki að fara þangað eitthvert annað kyöld, Jórdan, og heyra þennan náunga leika? Við gætum bara staðið fyrir utan og hlustað, er það ekki, ekki'fara inn frek- ar en þú kærir þig um?“ Smók horfði hátíðlega á hann og beið ögn áður en hann svaraði. Síðan sagði hann: „Jæja, allt í lagi, Martin. „Og hvern- ig sem á því stóð, tókust þcir í hendur áður en þeir skildu, sennilega í fyrsta sinn sem hvor þeirra hafði tekið handaband. Ekki er ein báran stök. Það leið ekki heill mánuður frá kvöldinu sem Rikki Marteins og Smók Jórdan tókust í vináttu- hendur út af sameiginlegri en ólíkri reynslu af fyrsta vindlinum þangað til Rikki varð staðgestur Kattaklúbbsins, bakglugga- gestur, en gestur samt. Þegar hann og Smók voru byrjaðir á þessu, fóru þeir þrjú eða fjögur kvöld í viku að standa eða sitja undir bakglugganum í Kattaklúbbnuni til að hlusta á tónlist Jeffa Vilhjálms og fjór- menninganna hans. Fimmmenningar þessir, varla nokkur þeirra kominn yfir _ tvítugt, yoru hreinustu gullnámur, í æðum þeirra rann hin tæra tónlist. Þeir höfðu hlotið í veganesti arf kynflokks síns, þrátt fyrir þá staðreynd, að þeirra staður var Los Angeles, en ekki sem móðir Náttúra hlýtur þó að hafa ætlast til í New Orleans eða •Memphis. Smók og Rikki héldu sig utanhúss og létu músikina streyma til sín, og hún var engin áreynsla fyrir eyrað, allir hefðu get- að meðtekið hana og skilið, jafnvel kipp- korn í burtu. Þó var hún ekki hávær, held- ur svo hnitmiðuð og skýr, ekkert kák. Þeir vissu hvað þeir voru að gera, hver ein- stakur og allir í hóp. 22 #azzl,Ui& Rikki var ekki lengi að komast að því, hvert markmið þeirra var, komst á línuna. Hann hafði sjálfur verið búinn sama nesti eins og Jeffi og fjórmenningar hans — sömu þörfinni fyrir músik, sama músik- eyranu. Hann lærði mikið af því að hlusta á þessa hljómsveit, þar sem hann sat undir glugganum — fyrsta sinn sem hann cigin- lega hafði hlustað á hljómsveit, utan her- lúðrasveitir í skrúðgöngu. Tækifærin til að heyra músik voru ekki á glámbekk í þá daga eins og þau eru núna. Þá voru krist- altækin í fárra höndum. Ef Rikki væri að alast upp núna, mundi hann sennilega sí og æ vera með hausinn á kafi í hnotuvið- tækinu hlustandi á þennan eða hinn. En atvikin dreifðu honum ekki víða eða leiddu hann afvega. Hann heyrði ekki annað en hina tæru tónlist, ferska frá hljómsveit- inni í Kattaklúbbnum. Hann fór á stig af stigi. Fyrst heyrði hann tónana og þeir voru honum fyrir öllu. Þá, sem hann þekkti þegar, kannað- ist hann við með innilegri ánægju. Við lok annarar laglínu var hann líklegur að segja við Shiók: „Beale Street Mamma", og Smók mundi segja: „Vissulega", eins og hann hefði verið að segja honum til. Hann hefði aldrei farið að álpa út úr sér: „Af hverju heldurðu það?“, eða einhverja atíra eins speki og hvítir fræðarar segja við viðvan- ingana. Innan skamms var Rikki farinn að taka lagið sem gefinn hlut og það varð honum aukaatriði, en aðalatriðið það, hvað gert væri við það. Þeim vannst alltaf mikið úr því í Kattaklúbbnum. Tilbrigðin urðu að aðalatriðinu, en ekki stefið. Það sem skeði vai-, að Rjkki, lærisveinn leikmannsins, sat við hliðina á leikmanninum sjálfum og þjálfaði eyrað í tífalda hæfni með þeirri einföldu aðferð að hlusta með því. Þeir sátu á kössum, hölluðu bakinu upp að Kattaklúbbnum, og hlustuðu. Smók lamdi stundum lófanum laust í tunnulok, sem hann hafði liggjandi í keltu sér, og það náði mjög góðum áhrifum, eins og undan- tekningarlaust, þegar hann klappaði eitt- hvað með höndum eða fótum. Hann reyndi ekkert til að koma að þessum trommuslætti.

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.