Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 17

Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 17
Cozy Cole trommuleikari er með fyrir- taks smáhljómsveit. Með honum eru Jack Lesberg á bassa, Sandford Gold á píanó °fí Buck Clayton (áður með Count Basie) á trompet. Walter Yoder hætti á bassa hjá Woody Herman og gerðist framkvæmdarstjóri áljómsveitarinnar. Við sæti hans tók Harry Babasin, sem lék m. a. hjá Goodman. Þið, sem ekki kannist við trompetleikarann Hrnie Royal, sem er hjá Herman skuluð hlusta á trompetinn á plötunni „Flying Home“ með Lionel Hampton hljómsveitinni. Iving Cole, sem nýlega skildi við eigin- honuna hefur nú gift sig aftur. Sú út- valda heitir Marie Ellington, samt ekki •'eitt skyld i )uke Ellington. (Hún söng feyndar með hljómsveit hans fyrir nokkr- um árum). Clark Terry, sem ritað var um í greinar- flokknum „Upprennandi jazz-stjörnur“ í þriðja tölubl. þessa blaðs, er farinn að leika með Count Basie. Shadow Wilson tók við af trommuleikaranum Jo Jones í sömu hljómsveit. Trombóiileikarinn Dicky Wells, sem einnig leikur hjá Basie, er nýbyrjaður uð leika aftur eftir minni háttar' veikindi. Hljómsveitin hefur verið í hljómleikaför undanfarið og lék m. a. í Carnegie Hall í New York. Margie Hyams, stúlkan, sem lék á vibra- fón hjá Woody Herman hér áður fyrr, er um þessar mundir með eigið tríó. Með henni eru Mundell Lowe á guitar, hann lék áður Kiá Ray McKinley og er einn af fremstu kuitaristum Bandaríkjanna. Clyde Lom- ^ardi, sem var með Lennie Tristano, lék hjá Margie á bassa en er nú hættur og tók Lee Hulbert við af honum. Chubby Jackson er fyrir nokkru kominn úr hljómleikaferð frá Svíþjóð. í viðtali við eitt músikblaðanna, eftir að hann kom heim sagði hann frá eftirfarandi: „Ég spurði sænskan jazzleikara um álit hans á Dixie- land-jazz og hann svaraði". „Hann er allt °f gamall, og ég of ungur til að leggja *uig niður við þessa tegund tónlistar". Ég spurði hann þá, hvort hann bæri ekki virð- ingu fyrir henni og sagði hann þá“. „Chubby, ég ber virðingu fyrir afa mín- um, en mig langar ekki til að leika mér við hann“. Craeme Bell hljómsveitin frá Ástraliu hefur undanfarna mánuði ferðast um Evrópu og leikið í flestum stórborganna við miklar vinsældir. — George Webb er með Dixieland hljómsveit í Englandi, sem er sú bezta í þeim stíl þar. Humprey Lyttel- ton, sem lék á trompet hjá Webb, hefur ný- lega stofnað eigin hljómsveit. — Staðið hefur til að brezkar hljómsveitir færu i verkfall við BBC, því kaup það sem þeim er greitt fyrir að leika í útvarpið er sví- virðilega lágt. Rex Stewart er nú kominn með hljóm- sveit sína heim úr hljómleikaferð um Evrópu. í Frakklandi varð lítilsháttar breyting á henni, klarinetleikarinn Barney Bigard, sem lék með Louis Armstrong, tók sæti altó-sax leikarans John Harris, en hann hætti eftir að Rex hafði sektað hann um fimm dollara fyrir að koma of seint á æfingu. Söngkonan Honey Johnson yai' svo rekin þegar hún fór fram á kauphækkun við Rex, fyrir hönd hljómsveitarinnar. Ted Cury, sem einnig var hjá Armstrong tók við trommuleikarastöðunni hjá Rex. Undir fyrirsögninni „Molar“ (heppilegra orð var ekki til) í nýútkomnu blaði hér er nefnist „Musica“ (Tage Ammendrup er ritstjór- inn), ræðir Tage lítilsháttar um Stewart og utan úr auðninni kemur hann svo allt í einu að því að ég sé bara ekkert hrifinn af Stewart, og' hefur eftir mér að ég hafi sagt hann ómögulegan, meira að segja, al- veg ómögulegan. Þetta kveðst hann hafa úr greinarkorni, sem birtist í Jazzblaðinu fyrir nokkru, en þar sagði ég að Stewart væri ekki neinn stórkostlegur snillingur, en það er kannski að vera alveg ómögu- legur. Ég biðst afsökunar, herra Ammen- drup. í sambandi við þau fáu orð, sem Tage lét falla um Evrópiska jazzgagnrýnandann Hugues Panasie, langar mig að geta þess, að þær bækur, sem hann hefur ritað um jazz, eru af bandarískum jazzgagnrýnend- um og jazzleikurum, sagðar það vitlausasta, fiazzlLM 17

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.