Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 5

Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 5
þeirra er fáffaður og útsetningar sérkenni- legar, en þær gerði trompetleikarinn Chariie Shavers flestar. Hann lék hjá Kirby í fjölda ára. Bob Haggart er fyrsti hvíti bassaleikarinn, er eitthvaðveru lega kveður að. Hann er mjög lærður tónlista- maður og leik- ur á auk bass- ans, bæði píanó og trompet. Einnig er hann í fremstu röð útsetjara. 1935 byrjaði hann í Dixieland hljómsveit Bob Crosby og átti afar mikinn þátt í velgengni hennar. Einhverjar þekktustu plötur með Crosby hljómsveitinni eru „South Rampart Street Parade“ og „Dog Town Blues“, en bæði lögin og útsetningarnar eru eftir Haggart. Hann er nú með éigin hljómsveit. Herman „Trigger“ Alpert (hvítur) er bassaleikari, sem flestir muna eftir fyrir leik hans í hljómsveit Glenn Millers. Hann byrjaði ungur að leika á bassa og náði fljótt miklum árangri. Hann var í hern- u*n á stríðsárunum og lék þá afar mikið inn á V-disc plötur með „all-star“ hljóm- sveitum. Trigger hefur samið nokkur lög d. „Trigger Fantasy“, sem hann hefur leikið inn á plötu ásamt Johnny Guiarneri °g fleirum, og leikur hann þar einleik mest Mla plötuna og er hún gott dæmi um stíl hans. Johnny Miller (svartur) er fæddur 1915 1 Kaliforníu. Fyrsta hljóðfærið, sem hann lék á var fiðla, en hann skipti yfir á bassa, þegar hann var í menntaskóla, vegna þess að honum fannst fínna að spila á „stóru fiðluna“ í skólahljómsveitinni. Árið 1933 'éðist hann til Lionel Hampton og var hjá honum í nokkurn tíma, en var svo með ýmsum hljómsveitum fram til 1942. Wesley Prince hætti þá í King Cole tríóinu og réð- ist Johnny þá þangað og hefur hann verið 1 því síðan og átt mikinn þátt í að gera tríóið að vinsælasta tríói, sem til hefur verið. Slam Stewart (svartur) er að líkindum sá bassaleikarinn, sem þekktastur er hér á landi. Hann er gjörólíkur öllum öðrum bassaleikurum að því leyti, að þegar hann leikur einleik raular hann með nákvæm- lega sömu nótur og hann leikur á bassann. Slam er einnig mjög góður rhythma-leik- ari og sagði einn ritstjóri ameríska tón- listablaðsins Metronome fyrir stuttu, að hann ætti ekki að leika neitt annað en rhythma, því að þar væri hann óviðjafn- anlegur. Um 1938 var hann ásamt Slim Gailliard með hljómsveit, sem vakti mikla athygli. Seinni árin hefur Slam leikið manna mest inn á plötur, jafnt með eigin hljómsveit sem öðrum, svo sem Benny Goodman, en hjá honum var hann í nokkra mánuði. Margir bassaleikarar hafa reynt að líkja eftir Stewart, en fáum tekizt það svo bragð sé að, þó hefur Sid Weiss, sem nú er hjá Eddie Condon, náð einna lengst í því. Jimmy Blan- ton (svartur). Fáir hljóðfæra- leikarar hafa aflað sér jafn mikillar frægð- ar á jafn stutt- um tíma og Jimmy Blanton. Árið 1940 var hann óþekktur bassaleikari, en eftir að Duke Ellington uppgötvaði hann og réði í hljómsveit sína, var nafn hans á hvers manns vörum, þegar talað var um jazzmúsik. En Blanton lifði ekki lengi í frægð sinni, því hann lézt árið 1942. (Það er athyglisvert, að á stuttu millibili verður jazzinn að sjá á bak fjór- um snillingum í rhythma-leik, þ. e. a. s.: Jimmy Blanton, trommuleikaranum Chick Webb, guitarleikaranum Charlie Christian og pianóleikaranum Fats Waller, sem allir dóu á árunum 1942—43). Verk Blantons munu engu að síður lifa jafn lengi og jazz er leikinn. Hann hafði yfirnáttúrlegan teknik, jafnt í bogaleik sem í pizzicato, (þ. e. a. s. þegar hann „pikkaði“ á bass-

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.