Jazzblaðið - 01.07.1948, Page 6

Jazzblaðið - 01.07.1948, Page 6
ann). Plötur, sem sýna vel hæfileika hans eru „Body and soul“ og „J. B. blues“, þar sem hann leikur dúett með Duke Ellington og svo „Jack the bear“ með hljómsveit Ellingtons. Chubby Jack- son (hvítur) er 30 ára að aldri. Eftir því að dæma hefur hann fengizt við hljóð- færaleik í 24 ár, því hann byrjaði sex ára gamall að læra á píanó. Á skólaárum sín- um lék hann á klarinet, en lagði svo fyrir sig bassann, sem hann hefur haldið tryggð við síðan. Hann hefur leikið í fjölda hljómsveita og þá lengst af hjá Woody Herman. Hann er nú með eigin Be-bop hljómsveit, sem talin er afar góð. Chubby er eins og áður hefur verið minnst á, upphafsmaður liins fimmstrengjaða bassa og má á mörgum Woody Herman plötum heyra snilli Jack- sons. Annars hefur Chubby mesta ánægju af, að safna saman nokkrum kunningja sinna svo sem Candoli bræðrum og fleiri þekktum jazzleikurum, og bjóða þeim heim og leika fyrir þá nokkrar plötur úr hinu fræga plötusafni sínu og svo kannski „ein lítil jam-session“ á eftir. Oscar Pettiford (svartur) er ári yngri en Jackson og eins og hann hefur hann leikið á fleiri en eitt hljóðfæri. Hann er einn af tólf systkinum, sem öll leika á hljóðfæri og voru lengi vel saman í hljóm- sveit, sem faðir þeirra stjórnaði. Þar lék Oscar á ýms blásturshljóðfæri auk píanós. Honum varð eitt sinn á, að taka í kontra- bassa og upp frá því var bassinn það hljóðfærið, sem hann ákvað að leggja fyrir sig. Hann tók yfirnáttúrlegum fram- förum á mjög stuttum tíma, og einhver bezta hljómsveitin þá, Charlie Barnet réði hann til sín, þó hann væri þá með dágóð- an bassaleikara að nafni Chubby Jackson. Hann vildi heldur hafa þá tvo, heldur en að láta Oscar ganga sér úr greypum. Oscar, sem var rétt að byrja, hækkaði nú þrep af þrepi og árin 1944 og 1945 var hann kos- inn, af jazzsérfræðingum Esquire, bezti bassaleikari Bandaríkjanna. Hann leikur nú í hljómsveit Ellingtons og er eini bassa- leikarinn, sem menn hafa leyft sér að álíta betri en Jimmy heitinn Blanton. Ray Brown (svartur) er hálf þrítugur að aldri. Hann er mjög lærður músikant, sóló- ar hans eru allar hinar fáguðustu og rhythmaleikur hans mjög hljómmikill. Hann liefur leikið mikið með Dizzy Gillespie og útsetti mörg beztu verk hljómsveitarinnar, svo sem „One bass hit“, þar sem hann leikur (á plötu) afar góða sóló. Hann er af öllum talinn bezti Be-bop bassaleikar- inn. Eddie Saf- ranski (hvít- ur). Fyrsta hljóðfærið, sem Ed lærði á var fiðla, en þekktur varð hann fyrst sem bassaleikari í hljómsveit Hal Mclntyre, og er platan „Swanee river“ með hljómsveit Mclntyre gott dæmi um leikni hans frá þeim árum. Seinna réðist hann til Stan Kenton og er ein stærsta „stjarna“ hljómsveitarinnar, en hún var kosinn vinsælasta jazzhljómsveit Bandaríkjanna í síðustu Metronome kosn- ingum og Safranski vinsælasti bassaleik- arinn, og var hann einnig atkvæðahæstur allra jazzleikara. Hann hefur leikið mikið af sólóum með hljómsveitinni og er platan „Safranski" ein allra bezta bassaplata, sem til er. Stíll hans er nokkuð frábrugðin stíl annara bassaleikara. Hann hefur yfir mikl- um teknik og hraða að ráða og „ideur“ hans eru afar sérkennilegar, en einstak- lega skemmtilegar. — H. S. 6 ^azzUaÍiÍ

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.