Jazzblaðið - 01.07.1948, Page 14

Jazzblaðið - 01.07.1948, Page 14
um léku Chuck Wayne úr Herman hljóm- sveitinni á guitar og svo píanó- og bassa- leikari. Ég hefi eiginlega aldrei getað fellt mig við jazzfiðlara, nema þá Ray Nance hjá Duke Ellington og fór eins hér. Guitar- istann féll mér aftur á móti prýðilega við. Sem sagt, þeir voru þó skömminni til skemmtilegri en hinn franski „Hot Club of France Quintet". Ég mátti ekki tefja lengur á „Three Deuces“, ef mér átti að auðnast að heyra í nokkrum í viðbót fyrir lokun. Ég lagði því leið mína beint yfir götuna og ætlaði rétt að líta inn á „Jimmy Ryans“. í dyr- unum rakst ég á bassaleikarann Chubby Jackson, sem var á hraðri ferð út, inni var sem sé leikinn Dixieland-jazz og var hálfgerð deifð yfir öllu. Þeir, sem þarna léku eru nú samt sagðir vera hinir ágæt- ustu í þessum stíl. Þeir voru Mezz Mezzrow á klarinet, Lloyd Phillips á píanó og Fred Moore á trommur. Mezz er hálfgerður kenjakarl, hann hefur setið í fangelsum oft og tíðum, þar lærði hann aðallega að leika jazz af svertingjum og varð hann svo hrifinn af þeim að hann telur sig í þeirra hópi, þ. e. s. kveðst vera negri, þó hvítur sé. Frá þessu segir hann mjög skemmtilega í nýútkominni ævisögu sinni. Á milli þess, sem þessir piltar léku voru leiknar gramma- fónsplötur og heyrði ég hina ágætu plötu „Summertime“ með Sidney Bechet. Þar sem ég var nú farinn að hlusta á Dixie- land-jazz, ákvað ég að slá botninn í þetta með því að fara í þá tvo staði, þar sem verulega góðir Dixieland-Ieikarar eru, en það er í tveimur klúbbum neðarlega í borg- inni og heitir sá fyrri „Nick’s“ og hafa Dixieland hljómsveitir leikið þar í ára- fjölda og hefur músik þessi stundum verið kölluð „Nicksieland", sem er dregið af nafni staðarins. Hinn klúbburinn heitir svo „Condon’s“. Á „Nick’s" lék hljómsveit trompetleik- arans Muggsy Spanier, Bud Freeman á tenór-sax, Ernie Caceras á klarinet, en hann lék í nokkur ár hjá Glenn Miller á bariton-sax og er einhver fremsti hvíti maðurinn á það hljóðfæri. Freddy Ohmes lék á trombón, Irv Menning á bassa og Charles Queeneri á trommur. Ég hafði ekki langa viðdvöl þarna og skýrði einn þjón- anna út fyrir mér hvernig ég ætti að kom- ast út í Condon klúbbinn, og er ég nærri því viss með, að hann var eitthvað að plata mig, því ég ætlaði aldrei að komast þang- að, en þegar ég loks hafði það af, þá komst ég að raun um, að Eddie Condon var alltaf jafn líkur sjálfum sér, hann hafði sem sé sína knæpu uppi á lofti í staðinn fyrir ofan í kjallara eins og flestir hinna. Hann stjórnaði sjálfur hljómsveitinni og l?k á guitarinn svoná þegar hann mátti vcra að. Annars voru þarna engu lakari spilarar en á „Nick’s“. Wild Bill Davison á trompet, George Brunies á trombón, Pee Wee Russel á klarinet, Gene Scroder á píanó og svo bassisti og trommuleikari. Þeir höfðu það jafn rólegt þarna og ann- ars staðar og tóku sér hálf tíma hvild á hálftíma fresti og á meðan lék hinn sér- stæði Joe Sullivan á píanóið. í þennan klúbb koma mjög margir jazz- leikarar og voru allir veggir þaktir mynd- um af þeim. Sitjandi við borð sá ég klar- inetleikarann Ed Hall og var Condon að rabba við hann. Er hér var komið sögu, var ég búinn að fá nærri því nóg, enda ekkert afskap- lega hrifinn af Dixieland músik, syo var mig nú farið að syfja og skólinn beið mín- að morgni og þar að auki var sautjándi júní liðinn fyrir nokkrum klukkustundum. S. G. 14 ^IUiS

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.