Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 13

Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 13
músik og fannst mér Monk vera sá bezti, en hann er sagður vera einn brautryðjend- anna í þessum stíl. Trompetleikarinn lagði sig allan fram við að líkjast meistaranum Gillespie, en var nokkuð óöruggur. Scott er einn hinna fáu klarinetleikara, sem Be- bop leika. Troman er nokkuð þekktur bassa- leikari og Catlett veit ég að allir kannast við. Eftir að hafa heyrt þarna í allsæmi- legri Dixieland hljómsveit og ekki eins góðri Be-bop hljómsveit, lagði ég leið mína 1 næsta kjallara, er bar nafnið „Down Beat“, en þar hefur Billie Holiday sungið sem lengst. Stuttu eftir að ég kom inn lau,k A1 Russel tríóið leik sínum. Skipun þess er sú sama og hjá King Cole: píanó, guitar og bassi; Russel lék á píanóið og söng. Á eftir þeim kom quintet Bill Johnson, sem er nýstofnaður og talinn eiga mikla fram- tíð fyrir sér. Bill leikur á altó-sax og klar- 'net, en hinir á píanó, guitar, bassa og trommur. Þeir léku hinn fágaðasta jazz og Hktust talsvert Cole tríóinu, þó hljóðfæra- skipun sé nokkuð önnur. Loksins kom hin langþráða stund. Söng- konan Ella Fitzgerald tók til að syngja, en það var rpi einmitt eftir henni, sem nllir höfðu beðið. Þarna söng hún óslitið i hálfa klukkustund hvert lagið öðru betur. Eitt þeirra var „Lady by good“, sem hún er nýlega búin að syngja inn á plötu, sem þegar er álitinn vera einhver bezta jazz- platan, sem nokkurn tíman hefur verið bú- ln til. Hún syngur lagið í „scat“-stíl og vefur inn köflum úr hinum og þessum lög- um, líkir einnig eftir „syngjandi bassaleik- aranum“ Slam Stewart, tenór-sax „fraser- ingurn" og mörgu fleiru skemmtilegu. Næsti klúbbur var svo „Three Deuces“, þar sem Slam Stewart quartettinn var sem lengst í fyrra og heyrði ég einmitt þá í þeim og eins Don Byas tenór-saxafónleik- aranum, sem lengi vel lék hjá Count Basie. Nú var þar Be-bop hljómsveit Bill Harris, sem til var orðin þannig, að þegar Woody Herman hljómsveitin leystist upp fyrir stuttu, tóku þeir Bill Harris og Flip Phillips sig saman og stofnuðu litla hljóm- sveit. Harris var eins og flestum er kunn- ugt aðalstjarnan í Herman hljómsveitinni og Flip þá engu síðri með tenór-saxinn. Með þeim Bill og Flip voru Dave Tough á trommur, hann lék áður fyrr hjá Her- man, Clyde Lombardi lék á bassann og hefur hann einnig verið hjá Woody. Píanó- leikarinn var svo Teddy Napoleon, sem margir kannast við úr Gene Krupa tríó- inu og hljómsv. Það leikur enginn vafi á, að þetta er bezta litla hljómsveitin hér úti um þessar mundir, að minnsta kosti gæti ég hlustaði á þá Bill og Flip allt til dóms- dags, þó Tough sé nokkuð hávaðasamur, enda fellur honum bezt að leika í stórri hljómsveit. Því miður liættu þeir eftir hálf- Flip Phillips. an tíma og tók þá við quartet, sem Sam Caplan var með. Hann leikur á fiðlu og ef ég man rétt þá lék hann fyrstu fiðlu hjá Harry James hér á árunum. Með hon- #a,:lfaU 13

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.