Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 20
TROMPETLEIKARINN
Framhaldssaga eftir Dorothy Baker.
Rikki hugleiddi markmið og leiðir. Það
sem hann langaði mest til var að afhenda
Smók tíu dalina sína — sex einsdals seðla
og einn tveggja dala seðil og f.jóra fimm-
tíusenta peninga — sem hann hafði unnið
sér inn hjá Ganda — og segja honum að
fara og fá sér bassatrommu og borga hon-
um þegar hann vildi eða þá bara alls ekki,
alveg eins og honum fyndist sjálfum. Þó
hikaði hann, þó að hann þættist vita, að
það væri sælla að gefa en þiggja, og hvern-
ig myndi Smók svo sem verða innan-
brjótsts? Eihs og róna, líklega eða bein-
ingamann. Betra væri að gefa honum eitt-
hvað annað, hispurslaust og rólega, en
hvað? Og næsta laugardagskvöld þegar
hann var búinn að fá borgað hjá Ganda,
kom hann við í Vindlabúðinni — af því
að hann treysti ekki Ganda — og keypti
tvo tuttugu og fimm senta vindla, aðspurð-
ur hvað hann v®1'! gamall svaraði hann,
að faðir hans, sem hann væri að kaupa
þetta fyrir, væri um fimmtugt, þannig
slapp hann vel. Hann stakk vindlunum
tveim í rassvasann og gekk stutt stígur
heim á leið.
Næsta dag vann hann til klukkan fjög-
ur. Smók kom inn um þrjúleytið, settist
bak við kúlugangana og fór að tala við
sjálfan sig um það, að skrítinn væri nú
heimurinn og þá ekki síður mannfólkið.
María systir hans, til dæmis, fengi beztu
einkunnirnar af allri Jórdanfjölskyldunni
(Báklukka var ekki meðtalinn, hún var enn
of ung). En hún kunni ekki að leika sér,
ekki fyrir fimm aura! Hún hafði ekki einu
sinni veitt eina einustu flugu á allri æfi
sinni. Aftur á móti Jósefína, sem gekk
námið hræðilega illa, hafði þennan sama
20 ^azzlLíií
dag slegið boltanum syo rösklega alla leið
inn á bakaríslóðina, að þeir gátu ekki fund-
ið hann. Skrítið er það.
Fyrr eða síðar var klukkan orðin fjögur
og Rikki var laus við vinnuna þann dag-
inn. Hann hafði geymt vindlana í vasa
á prjónavestinu í bakherberginu. Hann
sagði Smók að doka við eina mínútu, fór
í bakherbergið og flutti vindlana í skyrtu-
vasann, því að hann hafði engan efrivasa
á vestinu. Og engar eldspýtur, það rann
fyrst upp fyrir honum núna. Fari í heit-
asta, engar cldspýtur. Þá kom hann auga
á frakka Ganda hangandi á snaga. Og ekki
tók það nema tvær sekúndur, í fyrsta yas-
anum, sem hann reyndi, voru fimm eða
sex vænar eldspýtur með rauðum og biá-
um brennisteini. Hann tók fjórar og stakk
þeim í vasann, þvoði sér um hendurnai' og
greiddi á sér hárið, var allur strokinn þeg-
ar hann kom út til Smóks. Þeir héldu af
stað án þess að segja neitt. Þannig teymdi
Rikki Smók með sér, en ekki langt. A næst-
næsta götuhorni sagðist Smók halda að
sér væri bezt að fara að halda heim, og
þá kom til kastanna hjá Rikka að spjara
sig. „O, hvað liggur á?“ sagði hann svo
þvoglumæltur, að hann gat ekki að því
gert. Og því næst, af því að það var nú
eða aldrei, snaraði hann hendinni í áttina
til Smóks og sagði, „fáðu þér vindil, Jórd-
an“, með áherzluna á fyrsta atkvæði. Þarna
kom fram í dagsljós sunnudagsins þessi
indæli vindill. Smók Jórdan þurfti nú ekki
meira til. Hann galopnaði augun til þess
að verða viss og sagði: „Jæja, sem ég er
lifandi þá er það satt“. „Svona, taktu við
honum, ég fókk hann handa þér. Ég hef
annan handa mér sjálfum“, sagði Rikki,