Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 9

Jazzblaðið - 01.07.1948, Blaðsíða 9
Vinsæll söngvari. WodL.u LJÓSM. dl. k. magnússdn Yoiik. Hann sannfærði hana um, að fram- tíð hennar o>í hið mikla áhugamál sitt væru eitt op það sama. Síðan hélt leitin áfram. Hann kom í hverja einustu smáborg í land- inu þar sem einhverjum sögum fór af kvenhljóðfæraleikurum. Meira en fjórtán hundruð stúlkur voru reyndar. Hann fór síðan með þær útvöldu til New York og var nú æft lengi og mikið áður en hann taldi hljómsveitina góða. „Þá kærði sig eng- inn um okkur", sagði hann. Smám saman tók þó að rætast úr fyrir þeim, og léku þau m. a. á nokkrum minni- háttar dansleikjum. Vinur Phil á auglýs- 'ngaskrifstofu, var að leita að hljómsveit fyrir forstjóra nokkurn og átti hljómsveit- in að leika á útvarpsprógrami fyrirtækis hans. Hann lét þessa nýju hljómsveit leika ásamt öðrum hljómsveitum og hlustaði for- stjórinn í hátalara í öðru herbergi. Nokkrum dögum síðar kom svo skeyti, Spitalny hljómsveitin hafði orðið fyrir val- inu og nú var vinur hans í vandræðum, bví hann þorði ek,ki að segja forstjóran- nm að þetta væri kvennahljómsveit og sagði hann við Phil, að hann skyldi leysa UP1> hljómsveitina og stofna hljómsveit skipaða karlmönnum. Svarið var: „Þetta ei' kvennahljómsveit og það heldur hún áfram að vera“. Forstjórinn, þótt undar- legt megi virðast, hafði ekkert við þetta að athuga og þar með er sagan sögð. „The Hour Of Charm“ með Evelyn og hljómsveitinni undir stjórn Phil er eitt- hvert þekktasta útvarpsprógram í heim- inum. Haukur kom í fyrsta skipti fram sem söngvari fyrir fjórum árum. Sungu þeir þá saman hann og Alfreð Clausen (hann lék einnig á guitar) og komu mikið fram á skemmtunum hér í bænum og víðar, og öfluðu sér mjög mikilla vinsælda. Kúmu ári síðar byrjaði Haukur svo að syngja einn með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Sumarið 1946 fór hann út á land með hljómsveitinni og aftur sumarið 1947, og fari Bjarni með hljómsveit út á land í sumar, þá mun hann áreiðanlega hafa Hauk með, því án hans getur hljómsveitin ekki verið. Hann hefur einnig sungið af og til mcð hinum ýmsu hljómsveitum bæjarins, svo sem Aage Lorange, Árna Isleifs, Baldri Kristjánssyni, Birni R. Einarssyni og K.K.- sextetinum. Ennfi’emur hefur hann sungið í útvarpið nokkrum sinnum, og leikur eng- in vafi á, að Haukur á miklum vinsældum að fagna meðal landsmanna. Uppáhalds söngvarar Hauks eru Perry Como, Bing Crosby, og svo Tony Martin, sem lék í myndinni „Oft kemur skin eftir skúr“. Af söngkonum þykir honum skemmtilegast að hlusta á Ellu Fitzgerald og Peggy Lee. $a;:lUlS 9

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.