Jazzblaðið - 01.04.1949, Page 6

Jazzblaðið - 01.04.1949, Page 6
Hallur Símonarson: ÍSLENZKIR H LJÓÐFÆRALEI KARAR Vilhjálmur Guðjónsson Það þætti mikil frétt í dag ef tíu ára gamall drengur léki í danshljómsveit í einhverju af samkomuhúsunum hér í Reykjavík. En fyrir tuttugu og einu ári síðan byrjaði Vilhjálmur Guðjónsson, tíu ára gamall, að leika í hljómsveit Bernburgs heitins fiðlulcikara að Hótel Ísland. Þótti það í þá daga stórmerki- legt og barst fréttin um litla píanóleik- arann á „Landinu" eins og eldur í sinu um bæinn, enda voru hljóðfæri þá al- mennt ekki álitin barnameðfæri. Vilhjálmur Guðjónsson er fæddur 8. nóvember 1917 í Vík í Mýrdal, en flutt- ist kornungur með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Sjö ára gamall byrjaði hann að læra á píanó og stundaði það nám í þrjá vetur. Fyrsta hljómsveitin, er hann lék í, var hljómsveit barna- stúkunnar Æskunnar og léku m. a. í þeirri hljómsveit Páll Bernburg, nú trommuleikari í hljómsveit Aage Lor- ange og Bjarni Guðjónsson, bróðir Vil- hjálms, er lék á fiðlu. Flestir meðlimir hljómsveitarinnar voru um fermingu nema Vilhjálmur, sem var tíu ára. Litlu seinna byrjaði hann svo einnig að leika að Hótel ísland, eins og áður er getið. Vilhjálmur hafði ekki sérstaklega mikinn áhuga fyrir píanóleiknum, en langaði afar mikið til að læra á eitthvað blásturshljóðfæri, og þegar hann heyrði Eirík Magnússon bókbindara, leika á saxafón, ákvað hann að læra á það hljóðfæri. 1 fermingargjöf fékk hann svo saxafón frá föður sínum og sigldi þá um vorið til Hamborgar í Þýzkalandi til að læra á hann. Hét kennari hans Erik Agats og stundaði hann nám hjá honum í fjóra mánuði. Um haustið fór hann heim til Islands og byrjaði þá um veturinn (1931) að leika að Hótel Birn- inum í Hafnarfirði, og lék á saxafón. Aðrir í hljómsveitinni voru Árni Björns- son, píanó, og Karl Matthíasson með fiðlu og C-saxafón. Dansleikirnir á Birninum byrjuðu kl. 8 að kvöldi og stóðu fram til kl. 5 að morgni. í allan þennan tíma fengu þeir aðeins tuttugu mínútna ,,pásu“ og tuttugu og fimm kr. í kaup. Á Birninum lék Vilhjálmur í tvo vetur, en seinni veturinn lék Sveinn Ólafsson á fiðlu í staðinn fyrir Karl. Haustið 1934 réðist Vilhjálmur, ásamt Sveini í hina ágætu hljómsveit er Aage Lorange var með í Iðnó og lék hann þar í tvo vetur. Var hann með saxafón og 6 JardUS

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.