Jazzblaðið - 01.04.1949, Page 8

Jazzblaðið - 01.04.1949, Page 8
^ LIR ÝMSUM ÁTTUM 4- Jelly og Duke. Kæru átgefendur. Þakka kærlega þau blöð, sem ég hefi fengið síðan ég gerðist áskrifandi. Þau eru mjög fróðleg, og það, sem manni fannst helzt vanta í fyrstu blöðunum er að smákoma og stendur þetta allt til bóta. Ég bið ykkur, ef ])ið mögulega getið, að fræða mig á því, hver leikur á klari- net í hijómsveit Jelly Roll Morton, og hvort stutt sé, síðan Duke Ellington samdi lagið „Creole love call“. Fyrirfram þakkir. „Ófróður hljóðfæraleikari“. Svar: I síðustu hljómsveit sem Jelly Roll hafði (hann lézt 1943) lék Albert Nicholas á klarinettið. Annars lék Jelly mikið inn á plötur og þá ekki alltaf með sömu mönnunum, en plötur, sem hér hafa fengizt með hljómsveit hans eru einmitt frá þeim tíma þegar Nicholas lék með honum (um 1939). Duke Ell- ington lék í fyrsta sinn „Creole love call“ inn á plötu árið 1927 svo að lagið er að minnsta kosti 22 ára. Klar. Vinsæla Jazzblað, viltu gjöra svo vel og svara íyrir mig eftirfarandi spurningum: Hvernig er (var) liljóm- sveitin „Washboard rhythm boys“ skip- uð? 2. Hver spilar (sj)ilaði) á klarinet hjá Jelly Roll? 3. Hvað heitir klarinet- Ieikarinn hjá Joe Daniels? 4. Er Bud Freeman klarinetleikari? 5. Er þáð Harry Carney, sem Ieikur á bariton-sax í plötunni „Hello Lola“ ? 6. Leikur Ed- mund Hall á Albert-system klarinet? 7. Væri hægt að fá birtan lista yfir klari- netleikara gamla tímans, og hvar þeir spila og spiluðu, og einnig ef rúm er íyrir .aðra . liljóðfæraleikara, .einkum blásturshljóðfæraleikara? 8. Hver leik- ur á klarinet hjá Muggsy Spanier? Með fyrirfram þakklæti. Áskrifandi. Svar. 1. Árið 1932 voru þessir í hljóm- sveitinni: Eddie Shine sax og klar, Ram Ramirez píanó, Steve Washington banjó, guitar og söngv., ,,Ghost“ Howell bassi og söngv., Washboard Smith trommur og þvottabretti, Bella Benson söngv. og Frank Denton stjórnandi. Þessi hljóm- sveit lék „Tiger Rag“ á plötu. Árið áð- ur var skipunin trompet, saxafónn, pí- anó, guitar, banjó og þvottabretti og léku þeir „Pepper steak“ á plötu. 2. Svar við þessari spurningu má finna í svarinu við næsta bréfi á undan. 3. Nat Temple, hefur nokkuð lengi leikið á klarinet með Daniels. 4. Freeman er tenór-sax leikari, en á plötunum „The Buzzard“ og What is there to say“ leik- ur hann einnig á klarinet. 5. Á „Hello Lola“ er enginn baritónn heldur tenór og er það Coleman Hawkins. 6. Já. 7. Ekkert sjálfsagðara, en sökum rúmleys- is ekki fyr en í næsta blaði. 8. Á þeim plötum, sem hér hafa fengizt með Spanier hefur Rod Cless leikið á klari- netið. 8 Ja::lLM

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.