Jazzblaðið - 01.06.1950, Page 10

Jazzblaðið - 01.06.1950, Page 10
Lýður Sigtryggsson hinn kunni har- monikuleikari staldraði við í Reykjavík fyrir nokkru og átti Harmonikusíðan viðtal við hann. Lýður er Norðlendingur að ætt, hann hafði vakið nokkra athygli á sér hér heima, áður en hann fór til Noregs, en þar hefur hann sem kunnugt er, leikið í nokkur ár. Lýður fór utan árið 1939 til að nema harmonikuleik og lærði hann bæði hjá Hertvig Kristoffersen og Rolf Syversen, einnig var hann við hljóm- fræðinám í tónlistarskólanum í Osló.— Árið 1946 tók Lýður þátt í keppni um titilinn „Harmonikumeistari Norður- landa“. Keppni þessa sigraði hann með miklum yfirburður, hin fi'jálslega fram- koma hans á sviðinu og smekklega laga- val átti hvað mestan þátt í því, að hann var með því nær helmingi fleiri atkvæði en næstu þrír menn, og svo náttúrlega HARMONIKUSÍÐAN Ritstj.: Bragi Hlíðberg LYDUR SIGTRYGGSSON hinn einstaklega góði leikur hans. — Nokkru síðar kom Lýður heim til ís- lands og hélt hljómleika víða um landið, og var kennari hans Hartvig með hon- um. Hartvig hefur samið marz, sem nefnist „Þingvallamarzinn“ og er hann tileinkaður Lýð. Marz þessi er mikið leikinn af íslenzkum harmonikuleikur- um og þykir mjög góður. Síðan fór Lýður aftur utan, en þar hefur hann fengizt við harmonikuleik síðan. Hér var hann á snöggri ferð, en ekki var hann frá því, að hann kæmi hingað á næsta sumri til að halda hljóm- leika. Lýður hefur eingöngu fengizt við að leika sem einleikari. Hann ferðast um landið og kemur fram annað hvo*'t, sem „númer“ á skemmtunum eða þá með sjálfstætt „prógram“. Einnig hefur Lýður leikið í Dan- mörku og Svíþjóð, en ekki vildi hann neitt gefa upp hvernig móttökurnar hafa verið þar, sem hann hefur leikið, er sennilega stafar af því, að hann þykir sérstaklega góðui', og liti það illa út ef hann yrði sjálfur til að segja frá því. En upplýsingarnar um hinar miklu vinsældir Lýðs, höfum við frá ekki ó- merkilegri heimildum en ritstjórn sænska harmoniku blaðsins. Lýður sagði okkur margt og mikið um hljómlistarlífið í Noregi, sem of langt yrði allt upp að telja hér. En 10 jazdUúf

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.