Jazzblaðið - 01.06.1950, Síða 12

Jazzblaðið - 01.06.1950, Síða 12
VERÐLAUNAGREIN — samkeppni. Eins og lesendur blaðsins hafa eflaust tekið eftir, þá hætti Hallur Símonar- son að starfa við Jazzblaðið frá og með marz-heftinu. Ég mun annast blaðið einn hér eftir og með góðu samstarfi við lesendurna vonast ég til, að blaðið haldi áfram á þeirri braut, sem það þeg- ar hefur markað sér. Nefnilega, að flytja fræðandi efni um jazz og jazzleikara. Ég minntist á gott samstarf við les- endur — það hefur vissulega að mörgu leyti verið gott. Þeir hafa oft og mörg- um sinnum sent blaðinu bréf og látið í ljós álit sitt á því, bent á það sem mið- ur fer og þakkað það, sem gott er, en þetta er ekki alveg nóg. Blaðið hefur oft og tíðum óskað eftir því, að lesendur sendu blaðinu efni — ekki vegna þess að blaðið sé á hrakhólum með slíkt, nei, heldur vegna þess, að það veit að lesend- ur þess geta margir hverjir sett saman ágætar greinar um eitt eða annað við- víkjandi jazztónlistinni og vill blaðið stuðla að því að þær komi fram á sjónarsviðið. Feimni, eða eitthvað annað slíkt hef- ur valdið því, að menn hafa ekki komið þessu í verk. Nú ætlar blaðið að ýta undir lesend- ur sína, með því að veita verðlaun fyrir greinar sem því berast. Þetta verður eins konar verðlaunasamkeppni, Reglur fyrir henni eru þær, að greinin fjalli um jazz eða jazzleikara. Má hún ekki vera lengri en því sem svarar þremur síðum í Jazzblaðinu og ekki styttri en ein síða. Greinarnar verða að sendast í lokuðu umslagi á afgreiðslu blaðsins fyrir 1. september, merkt „Jazzblaðið, verðl.gr.“. Greinin skal vera skrifuð undir dulnefni, en henni skal fylgja lok- að umslag með fullu nafni og heimilis- fangi höfundar, ásamt dulnefninu. — Tvö hundruð krónu verðlaun verða veitt fyrir þá greinina, sem bezt þykir. Eitt hundrað krónur fyrir þá næstu og fimmtíu krónur fyrir þriðju greinina. Auk þess verður höfundum þriggja fyrstu greinanna veitt frí áskrift að Jazzblaðinu næstu tvö ár. Blaðið áskilur sér rétt til að birta greinar þessar án endurgjalds í blaðinu, og eins, aðrar greinar, er berast en ekki fá verðlaun, eftir því sem ákveðið verður. Höfundar- nafn greinanna verður birt þá um leið. Þrír menn verða fengnir til að dæma um greinarnar, og verða nöfn þeirra birt í blaði því, sem næst kemur út á undan blaðinu, sem úrslit getraunarinn- ar verða birt í. Öllum er heimil þátttaka í verðlaunasamkeppni þessari, lærðum sem leikum. GAGNRÝNI — slcoðanakönnun. Blaðið ætlar að efna til skoðanakönn- unar meðal lesenda sinna um efnisval 12 JazMaM

x

Jazzblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.