Jazzblaðið - 01.09.1950, Qupperneq 15

Jazzblaðið - 01.09.1950, Qupperneq 15
stjórnar beztu jazzhljómsveit Canada, Oscar leika og réði hann þegar í hljóm- sveitina. Þetta varð til þess, að snilli Oscars barst um allt Canada, og leið ekki á löngu áður en hann var farinn að leika inn á plötur fyrir Victor. Plötur þessar urðu mjög vinsælar og voru söluhæstu plöturnar, sem Victor lét gera í Can- ada. Og það er athyglisvert, að þetta eru fyrstu jazzplöturnar þar í landi, sem eru keyptar meira en dans- og klassískar plötur. Á plötum þessum svipar Oscari að nokkru til King Cole og ennfremur ger- ir hann mikið að því að leika boogie woogie. Sannast að segja hefur Oscar vart verið búinn að finna sjálfan sig, hann hafði enn ekki tekið upp nógu persónulegan stíl, enda segir hann sjálf- ur, að Holmes hafi hjálpað honum til að skapa sjálfstæðan stíl og segist hann varla hafa getað leikið hæg lög. Þegar Oscar hætti hjá Holmes, þar sem honum hafði líkað sérstaklega vel, en þar var hvergi gerður munur á hon- um og hinum mönnum hljómsveitar- innar, þó að hann væri eini negrinn í henni, stofnaði hann tríó með trommu og bassa, auk píanósins. Oscari höfðu borizt tilboð frá Banda- rískum hljómsveitum, en hann fór hvergi. Hann vildi verða enn betri, áð- ur en hann hætti sér yfir landamærin, í land hinna mörgu jazzpíanósnillinga. En þegar Oscar loks fór yfir landa- mærin, sem var síðastliðið haust, þá kom í Ijós, að hér var á ferðinni óvenju- legur pianóleikari. Hann lék um skeið á næturklúbb í New York, en þar sem hann var alveg óþekktur, bárust sögur af snilli hans aðeins út á milli jazzleik- ara. Þetta var þó nóg til þess, að Nor- man Granz, sem frægur er fyrir jazz- konserta þá, er hann stendur fyrir, bauð Oscari að leika með sem gestur á hljóm- leikum í New York. Þetta hefði Granz aldrei átt að gera, þeirra vegna, er voru ráðnir upp á há laun til að leika á hljómleikunum, því að Oscar gerði hvorki meira né minna en „að stela hljómleikunum“, eins og það er orðað. í gagnrýni blaðanna um hljómleikana var öllu lofinu hlaðið á Oscar, og hvílíkt lof. Oscari bárust nú tilboð um að leika á mörgum næturklúbbum í New York, en hann „pakkaði niður og fór heim“, þar sem hann byrjaði aftur með tríóið. Ekki hafði hann samt frið, honum bárust tilboð daglega, m. a. vildi Gi’anz 15

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.