Jazzblaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 16
fá hann til að ferðast með hljómleika-
flokk sinum um Bandaríkin, en Oscar
fór ekki.
Oscar hefur sennilega gert það, sem
rétt var. Hann var búinn að vinna
sig upp í Canada, og vildi ekki þurfa
að gera það aftur í Bandaríkjunum
eins og Shearing þurfti að gera, þó að
hann hafi verið einn bezti píanóleik-
arinn í allri Evrópu, þegar hann fór
til Bandaríkjanna.
En loks lét Oscar skríða til skarar.
Hann fékk hvorki meira né minna en
eitt þúsund dollara í kaup fyrstu vik-
una, sem hann lék í New York, og
hver veit hvað það verður fljótt að
hækka. Hann er byrjaður að leika inn
á plötur, og slógust plötufyrirtækin um
hann.
Fyrstu plötunni hans hjá amerísku
plötufyrirtæki gefa jazzblöðin hina
bezt dóma, og segir Levin m. a. í Down
Beat, að Oscar hafi það bezta frá þeim
Shearing, Cole og Tatum fléttað saman
innan um sinn sterk persónuleik.
I viðtali við Melody Maker í Eng-
landi segir Norman Granz, en hann
var þar á ferð í sumar: „Oscar geng-
ur næst Tatum“.
Þeir, sem kunnugir eru hinni miklu
snilli Tatum, segja flestir, að enn sé
ekki kominn fram píanóleikari, sem sé
betri en hann.
Þetta er að mörgu leyti satt. Ótal
píanóleikarar hafa komið fram undan-
farin ár, sem allir hafa verið álitnir
menn til að fara fram fyrir Tatum, en
það hefur þó ekki orðið.
Hvort Oscar er í hópi þessara augna-
bliks-frægu píanóleikara eða sá snill-
ingur, sem sögurnar af honum vilja vera
láta, fáum við úr skorið næstu mánuði.
UNGAR BE-BOP STJÖRNUR
FRAMH. af bls. 9.
hann í mánuð og þeirri næstu aðeins
tvo daga, vegna þess að hljómsveitar-
stjóranum var skellt í fangelsi. Síðan
byrjaði hann að leika á altó-saxófón og
lék m. a. með Jerry Wald hljómsveit-
inni. Hann fór því næst í menntaskóla,
en lék með og byrjaði með hinni þekktu
hljómsveit Claude Thornhill 1947, þar
sem hann lék m. a. sólóar á Colombía-
plötunum „Anthropology“ og „Yardbird
Suite“. Hann lék í hinni margumtöl-
uðu hljómsveit Miles Davis á „Royal
Roost“ í New York haustið 1948, en
byrjaði svo með Lennie Tristano, þar
sem hann hefur verið síðan. Lee er
einn hinna fáu Be-bop altóista, sem tek-
izt hefur að skapa sjálfstæðan stíl, án
þess að líkja eftir Parker.
HILMAR SKAGFIELD,
formaður Jazzklúbbs íslands er á för-
um til Bandarikjanna, þegar þetta er
ritað. Hann mun dveljast við verzlunar-
nám í Florida í eitt ár. — Hilmar mun
að sjálfsögðu hafa samband við klúbb-
inn á meðan hann er úti, og senda Jazz-
blaðinu fréttabréf og greinar, ef tök eru
á. Hann hefur beðið Jazzblaðið að skila
«
kveðju til allra jazzunnenda. Stjórnin
hefur falið Svavari Gests, ritara klúbbs-
ins, að gegna jafnframt störfum for-
manns fram að næsta aðalfundi, sem
verður í haust.
16 ^a-ltaU