Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 4
JOM IUAGMUS PETURSSOM Þegar Magnús Pétursson byrjaði að leika með hljómsveitinni í samkomusal mjólkurstöðvarinnar haustið 1948, þá aðeins átján ára gamall, sagði, ég held, hver einasti hljóðfæraleikari, sem heyrði hann leika, að Magnús væri mesta efnið, sem komið hefði fram á sjónarsviðið. Kringumstæðurnar skera svo oftast nær úr því hvað verður úr piltum eins og Magnúsi. Hvort þeir þroskast úr efnilegum hljóðfæraleikurum í fyrir- taks hljóðfæraleikara og síðan í af- bragðs hljóðfæraleikara — eða þá hitt, að þeir halda áfram að verða ekkert annað en efni það sem eftir er æfinnar, eins og stundum kemur fyrir. Kringumstæðurnar hafa ekki verið Magnúsi hliðhollar. Frá því hann byrjaði að leika hér hefur hann enn ekki leikið með mönnum, er hefðu getað áorkað mestu í því að gera úr Magnúsi af- burða píanóleikara, þ. e. a. s. hann hef- ur yfirleitt leikið með mönnum, er- frek- ar hafa staðið honum að baki, en ekki mönnum, er hann hefði getað lært af. Hinsvegar er ég ekki að halda því fram, að Magnús hafi lenti í flokki þeirra, sem eru, voru og verða alltaf efnilegir, hann hefur sagt skilið við þá fyrir löngu. Tækni hans er nokkuð, sem flestir aðrir píanóleikarar hér mættu öfunda hann af (og gera sennilega), hins vegar virðast píanóleikarar eins og t. d. Elfar og Kristján Magnússon skáka Magnúsi hvað fjölbreytni hugmynda í sólóum snertir, atriði sem hefur ekki hvað minnst að segja, þegar dæmt er um jazzgetu manna. Magnús er hins vegar ekki eldri en tuttugu og eins árs, hann fæddist 12. febrúar 1930, svo að hér getur fljótt orðið breyting á. Segjum t. d. að hann mundi leika með mönnum eins og Orms- lev, Jóni Sigurðssyni, ÓI. Gauk, Krist- jáni Kristjánssyni eða Birni R. næsta árið, þá er ég ekki í nokkrum vafa um, að hann mundi standast þeim snún- ing. Magnús fæddist á Akureyri, þar sem hann byrjaði hljómlistarferil sinn að- eins ^fimm ára gamall. Ilann eignaðist munnhörpu og var fljótur að ná lagi á hana. Orgelnám hóf hann 10 til 11 ára, en byrjaði hins vegar ekki að leika á píanó fyrr en 15 ára. Hann var í píanó- tímum á Akureyri áður en hann kom til Reykjavíkur haustið 1948, en þá byrj- aði hann í Tónlistarskólanum, þar sem hann er nú með þriðja veturinn. Sextán ára gamall byrjaði hann að 4 $aIIUatd

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.