Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 5

Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 5
leika á skóladansæfingum í Menntaskóla Akureyrar og veturinn 1947—48 lék hann á Hótel Norðurlandi ásamt Jóni Sigurðssyni, trompet, Einari Jónssyni trommur og Sverrir Jóhannssyni, sem lék á altó og klarinet. Sumarið 1948 bættist Helgi Ingimundarson við hljóm- sveitina með tenór-sax. Þegar Magnús hóf nám hér í Reykja- vík, kynntist hann Eyþóri Þorlákssyni guitarleikara, sem kom Magnúsi að í Mjólkurstöðinni. Man ég vel, að til stóð að Rútur Iíannesson, sem nú leikur á píanó í Mjólkurstöðinni yrði ráðinn, en þegar Eyþór hafði heyrt Magnús leika, þá var ekki um annan að ræða. Um vorið fór Magnús í hljómsveit Stefáns Þorleifssonar í Tjarnarcafé, þar sem Eyþór var einnig, en um haustið hætti hann hjá Stefáni og réðst í hljóm- sveit Jan Morávek í Góðtemplarahúsinu. Þar hætti hann síðastliðið vor og lék um sumarið á Hótel Norðurlandi, en fyrir bragðið fékk hann hvergi atvinnu, þegar hann kom í bæinn síðastliðið haust, því að alls staðar var fullskipað. Nú leikur hann hins vegar „hér í kvöld og þar á morgun“, en þó hefur hann aðallega rækt námið og æfir af kappi. Hljómsvcit Jóns Sigurðssonar, er Magnús lék í sumarið 1948. Frá vinstri: Einar Jónsson, Helgi Ingimundarson Sverrir Jóhannsson, Jón Sigurðsson og Magnús Pétursson. Ég var eitt sinn að lesa um erlendan hljóðfæraleikara, sem ég ekki man nú hvað hét, og var þar sagt að kalla mætti hann „Musicians musician“ og finnst mér þetta einmitt eiga vel við um Magnús Pétursson. Hann er eini pianó- leikarinn hér á lan'di, er leikið getur klassik og jazz með jafngóður árangri, hann er ágætur útsetjari, hefur samið fyrirtaks lög, og mjög gott dæmi um, að hann eigi fyllilega skilið titilinn „Musician“ er það, að þegar að starfs- bræður hans eru að ræða um hvaða bíó- mynd sé nú skárst, þá lætur hann allt slíkt sem vind um eyru þjóta. Hann tek- ur sjaldnast þátt í samræðunum, lieldur situr yfir krossgátu, sem aðrir hafa gef- ist upp við og raular lagstúf. Er sem sé óháður öllu og öllum, nema sjálfúm sér og tónlistinni. S. G. í næsta hcfti verður grein eftir frétta- ritara blaðsins í Svíþjóð, BENNY AASLUND um hljómsveit Cari-Henrik Norin, sem er ein frcmsta hljómsveit Svíþjóðar. — I»á verður og birt grein eftir Þjóðverjann Dr. Dietrich Schulz- Köhn um ameríska bassaleikarann John Kirby. ^axxífaU 5

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.