Jazzblaðið - 01.02.1951, Side 17

Jazzblaðið - 01.02.1951, Side 17
LENNIE Á sama hátt og hinir tveir upphafs- menn Be-bop tónlistar, þeir Dizzy Gille- spie og Charlie Parker, hafa opnað augu svartra hljóðfæraleikara fyrir þessari nýju stefnu innan jazzins, hafa þeir einnig með brautryðjendastarfi sínu lokkað marga hina hæfustu hvítra hljóðfæraleikara, m. a. Stan Getz, Red Rodneý, Neil Hefti og Lennie Tristano, inn á sömu braut. Einn hinn athyglis- verðasti þessara ungu manna er Lennie Tristano. Því að það er ekki einungis að hann sé mjög svo umtalsverður sem einleikari, heldur einnig sem útsetjari nýrra hugmynda af frábærri smekk- vísi. Einn hinna ungu, hvítu hljóðfæra- leikara í smáhljómsveit Lennies hefur nú um tveggja ára skeið sýnt það svart á hvítu, að hann er tvímælalaust einn bezti hvíti einleikari hins nýja stíls. Maður þessi er Lee Konitz. ÆVIFERILL Lee Konitz er fæddur í Chicago árið 1927, lék á klarinett, síðan á tenórsax. í hljómsveit Gay Claridge, þá í hljóm- sveit Teddy Powell (1942), sem stuttu seinna var leyst upp. Hann gekk nú í hljóðfæraleikarafélag (á alto sax.) og réði sig að því búnu í hljómsveit Jerry Wald. Síðan verður dálítið hlé á frægð- arferli Konitz — því hléi varði hann til þess að fullnema sig við Roosevelt há- skólann. En er þaðan kom, árið 1947, komst hann í hljómsveit Claude Thorn- hill. Með henni lék hann inn á margar plötur fyrir plötufyrirtækið Columbia, meðal þeirra voru Anthropology og Yardbird Suite, sem margir þekkja. í september 1948 lék hann með hljóm- sveit Miles Davis á Royal Roost og síðan með Tristano. Við kosningar jazz- blaðsins „Down Beat“ um beztu jazz- hljóðfæraleikarana 1950, hlaut hann annað sæti — varð næstur á eftir Charlie Parker. STÍLLINN Við myndun stíls síns hefur Lee Kon- itz orðið fyrir ýmsum áhrifum, þó lang- mestum frá Charlie Parker, en þeim bregður all oft fyrir í leik hans, sem þó er „mattari" og ekki eins fjölskrúðugur og leikur Parkers — einnig gætir þar lítið hins brennandi ofsa, sem svo mjög eipkennir leik „The Bird“ („fuglsins“ — gælunafn Charlie Parkers). Og hinn geysilegi kraftur og óendanlega „swing“ í leik Parkers, kemur ekki fram í leik Lee Konitz. TÓNN Einleikar Konitz bera vott um áhrif frá Tristano — mikil notkun „chi-oma- tiskra" skala og afar óreglulegar áherzl- ur — og vart getur maður vai’izt því að finnast þeir dálítið einhliða á köflum. <$>-----------------------------------<s> Grcin Jicssi, scm er eftir Robcrt Aubert og: Jean-Frangois Quievreux er þýdd af ÓLAFI G. ÞÓRIIALLSSYNI úr franska jazzblaðinu „ J a z z H o t “. 4>--------------------------------->-- JazMaíiS 17

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.