Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 24

Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 24
nokkurn tíma heyrt, og er þetta að sjálf- sögðu nokkur upphefð fyrir hina ungu Dani. Jack Norén trommuleikari (sjá myndina hér með) var kosinn jazzleik- ari ársins, af gagnrýnendum,er sænska jazzblaðið ,,Estrad“ hafði valið. Norén er aðeins tuttugu og tveggja ára gamall, en hefur nýlega vakið mikla athygli sem framúrskarandi trommuleikari. Kveðja. — Benny. INNLENT son, sem undanfarið | manna hljómsveit, hef- ■ ur nýle&a fœkkað nið- sveitin þannig skipuð: Björn R., trombón, Jón Sigurðsson trompet, Gunnar Ormslev tenór, Jón Sigurðsson bassi, Árni Elfar píanó og Guðmundur R. Einarsson trommur. — Þessi hljóðfæraskipan hefur aldrei ver- ið á hljómsveitinni áður, en hún gefur mikla möguleika, enda má mikils vænta af hljómsveitinni í framtíðinni. Bjöi-n er hins vegar með átta manna hljóm- sveitina á Borginni á þriðjudögum og eins þegar leikið er í útvarpið. Hinir tveir mennirnir eru Guðmundur Finn- björnsson og Vilhjálmur Guðjónsson. ★ Ný danslög hafa nokkur komið út undanfarið. Nótnaforlagið Tempó hefur fyrir nokkru gefið út tvö heimsfræg danslög „Mona Lisa“ og „Goodnight, Irene“. íslenzkur texti eftir E. Karl Eiríksson fylgir báðum lögunum, ásamt hinum enska texta. Önnur tvö þekkt danslög hafa og verið gefin út nýlega, „Have I told you lately that I love you“, sem hlotið hefur íslenzka nafnið „Vegir ástarinnar" og „Daddy’s little girl“, sem er gefið út undir nafninu „Litla stúlkan mín”. — Númi hefur gert textann við fyrra lagið, en hann gerði sem kunnugt er hinn þekkta texta Maja, Maja. ísl. textinn við síðara lagið er eftir Þorst. Halldórsson. ★ Jazzklúbbur íslands hélt útbreiðslu- fund í mjólkurstöðinni rétt fyrir jól og var húsið fullskipað. Fundurinn fór mjög vel fram og skemmtu menn sér hið bezta. Klúbburinn heldur fræðslu- fundi fyrir meðlimi sína hálfsmánaðar- lega, þar sem jafnan er fluttur margs- konar fróðleikur um jazz og jazzleikara. Jazzþátturinn er einnig í, útvarpinu hálfsmánaðarlega. Er hann mjög vin- sæll meðal unga fólksins, og reyndar margra hinna eldri líka, og má segja, að fyrirkomulag hans sé klúbbnum til hins mesta sóma. ★ Árni ísleifs píanó- leikari, er leikið hefur með hljómsv. Þórarins Óskarssonar í Lista- mannaskálanum hefur gert nokkrar ágætis út- setningar fyrir hljóm- sveitina. Þeir Höskuld- ur Þórhallss. trompetl. og Guðni Guðnason tóku sæti þeirra Karls Lilliendahl og Sigurgeirs Björg- vinssonar nokkru fyrir jól og eru hljóm- sveitin auðheyrilega í mikilli framför. ★ Tvær lúðrasveitir héldu nýlega upp á afmæli sitt. Lúðrasveit Hafnarfjarðar upp á eins árs afmæli, en sveitin var stofnuð í fyrra af nokkrum áhugasöm- um hijóðfæraleikurum í Hafnarfirði, þar á meðal nokkrum kunnum jazzleik- urum, m. a. Magnúsi Randrup og Rúti Hannessyni. — Lúðrasveitin Svanur hélt upp á 20 ára afmæli sitt nokkru fyrir jól, en með Svönum hafa oft leikið 24

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.