Jazzblaðið - 01.02.1951, Side 19

Jazzblaðið - 01.02.1951, Side 19
ar á skemmtilegan hátt nokkra tón- listarlega pretti. Og platan Marsh- Mallow (alias Cherokee), þar sem rhythmaleikararnir virðast ranka dá- lítið við af dvalanum, og sýna bærilegan samleik. Á henni leikur Konitz af því hugmyndaflugi og þeirri snilli, sem bezt má verða. Og á Tautology túlkar hann tilfinningar sínar með þeim leik, er honum virðist eðlilegastur. Á plötunni Sound Lee færist hann enn lengra inn á hina nýju braut og leikur rólega, í óþvingaðra andrúmslofti en áður,. einn sinn bezta einleik. MEÐ MILES DAVIS En þó jafnast ekkert á við það, sem Konitz hefur gert í hinni miklu hljóm- sveit Miles Davis, þar sem hann erfiðis- laust skapar geysilegt „swing“ með ör- uggum stuðningi samtaka rhythma- leikara. Hinn kaldi leikur hans fellur einkennilega vel saman við leik Miles Davis, og tónar beggja eru jafn áþekkir og kæmu þeir úr sama barka. Á plöt- unni Move (Capitol) leikur Konitz langan einleik (32 takta), ómengaðan og mjög hugmyndaríkan, með þeim glæsileik, er einkennir Benny Garter (en náttúrlega í allt öðrum stíl en Benny mundi hafa gert). „Millikaflann“ í einleiknum er þó hægt að heimfæra til vissra „cadenza" hjá J. S. Bach. Á Israel leikur Konitz tvo tólf takta kórusa. Leikur hans er mjög frumlegur, og hefur hann fengið mikið lof annarra hljóðfæraleikara fyrir þetta lag, jafn- vel hafa margir reynt að tileinka sér stíl þann, er þar kemur fram. Budo er ágæt plata. Konitz leikur þar sérstæðan einleik. En við að hlusta á einleik Konitz á plötunni S’il vous plait verður manni ósjálfrátt á að detta í hug leikur Charlie Parkers á East of the Sun. Þó vantar hita í leik Konitz og einnig er leikur hans lausari í reipunum en leikur Parkers, en að öðru leyti virðist manni Konitz vera á þessari plötu algera undir áhrifum Parkers. CODA En það er náttúrlega alltaf hægt að dæma menn fyrir verk þeirra og segja sem svo: Þetta er gott, en þetta ekki. Og hjá Konitz, eins og hjá öllum öðrum, finnast vissulega gallar. En þrátt fyrir það er þó hægt að fullyrða, að í Lee \ Konitz býr það, sem hiklaust hefur hann jafnfætis mörgum hinum beztu svörtu altó-leikurum, t. d. Sonny Stitt og Ernie Henry, og ef til vill — sjálfum Charlie Parker. * Utsölumenn óskast i Útgefendur blaðsins hafa hug á að fá nokkra áhugasama jazzunnendur í kaup- stöðmn og bæjuvi úti á landi sem út-. sölumenn blaðsins. Starf þeirra er aðallega fólgið í því, að lcoma blaðinu til áskrifenda og að annast innheimtu árgjalda. Þeir sem liefðu liug á þessu og óska eftir nánari upplýsingum skrifi hið fyrsta til blaðsins. Til að lcoma í veg fyrir misskilning, skal. það stYax tekið fram, að starf þetta yrði að vinnast í sjálfboðaliðsvinnu. Fyrst um sinn er eklci hxgt að greiða neitt fyrir það, og ekki fyrr en í Ijós kemur, að áskrifend- um að blaðinu hefur fjölgað það mikið, að starfsemi þess getur orðið víðtækari. #a*MaU 19

x

Jazzblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.