Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 7

Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 7
ari lék með hljómsveit Björns R. Ein- arssonar á plötunni „Summertime“— „Christopher Columbus", sem eitt sinn fékkst hér? 5. Er það satt, að Bebop sé að vílcja fyrir Dixieland jazzinum i USA? 6. Er hægt að fá Jazzblaðið frá byrjun og hvað kostar það? Gunnar Ólafsson. SVAR: 1. Do nothin’ till you hear from me“, eftir Ellington og Cootie Williams. — 2. Hann hefur leikið fyrir dansi í ca. hálft ár, en hafði áður leikið með Lúðrasveit Reykjavíkur um alllangt skeið, og eins hefur hann nokkr- um sinnum leikið í Symfóníuhljóm- sveitinni. 3. Steinþór hefur hvei’gi leik- ið í vetur; hann hefur verið „til sjós“. 4. Kristján Magnússon þá 15 ára. — 5. Dixieland jazzinn er í útbreiðslu, en hins vegar heldur Bebop jazzinn enn sínum vinsældum, þó nokkur skuggi falli á, vegna hinna nýju vinsælda eldri stíls- ins. — 6. Aðeins örfá „complet“ eintök eru til af Jazzblaðinu frá byrjun og kosta þau kr. 110,00. NIKKA. Ég væri blaðinu þakklátur, ef það gæti leyst úr eftirfarandi spurn- ingum: 1. Á hvern hátt er auðveldast að læra á liarmoniku? 2. Fást Holmer munnhörpur í Reykjavík og hvar? — 3. Hvað heita nýjustu dægurlögin? GE SVAR. Bezt er að fá tilsögn hjá góð- um -kennara, en ef hann er ekki fyrir hendi, þá að fá sér góða kennslubók og bjargast við sjálfsnám, en í báðum til- fellum er aðalreglan sú að æfa sig vel. 2. Hohner munnhörpur hafa fengizt í hljóðfæraverzlunum í Reykjavík undan- farið. 3. Nýjustu dægurlögin hér um þessar mundir eru t. d. „Goodnight Irene“, „Mona Lisa“, „Wilhelmina" og „Silver Dollar“. ARA. Olclcur langar í fyrsta lagi að biðja ritstjórann um að birta grein um Björn R. Einarsson. 2. Að birta text- ann við „Ástartöfra", sem hann söng í útvarpið á gamlaárskvöld. 3. Hvað þýðir R í nafninu hans? U. Væri hægt að fá einhverjar upplýsingar um Gunnar Ormslev? 5. Verður ferðum „Stjörnu- kabarettsins“ haldið áfram næsta sumar. Með þökkum. Anna. Ragnhildur. Auður. SVAR. Það kom grein um Björn í fyrsta tölublaði fyrsta árgangs blaðsins? — Textann er ekki hægt að fá birtan að sinni. 3. R-ið í nafni Björns er fyrsti stafurinn í Rósenkrans. 4. — Bráðlega verður grein um Gunnar Ormslev. — 5. Það hefur blaðið ekki minnstu hug- mynd um. Hér kemur bréf, sem ekki gafst rúm til að birta í síðasta hefti. í stað þess að svara því eins og hinum, er svörum eða athugasemdum skotið inn í bréfið, innan sviga: Ég er einn af lesendum blaðsins og mig langar til að ympra á smáhugmynd við ykkur. — Jazzblaðið er enn á pela- árunum (á fjórða árinu, nei, maður var búinn að fleygja pelanum þá), en við getum verið stolt af því hvað það dafn- ar vel og er sprikklandi af fjöri (auð- mjúklega samþykkt). Blaðið mun eiga langt líf fyrir höndum (húrra, húrra, húrra), ef (nú það var svo sem auð- vitað) það heldur áfram á þeirri braut, sem það hefur þegar troðið, sem sé, að taka fullt tillit til óska lesenda sinna (nú ekki annað). Okkur hættir til að kenna útgefendum um allt sem miður fer. Þeir eiga að vísu sök á mörgu (bölvaðir dónamir), en við verðum líka ^az'lUiÍ 7

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.