Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 13

Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 13
„stóru“, sem öllu ráða, ætli framtíðar- hljóðfæri íslenzkra hljóðfæraleikara áð verða bíiflautu. Þessar innflutningshömlur á hljóð- færum og varahlutum í þau draga eðli- lega eitthvað úr framförum hjá jazz- leikurum og jazzinum hér á landi og eftir því sem óbreyttir tímar líða, verð- ur þetta að vera. Það er því augljóst, að innflutningur á hljóðfærum og því, sem þeim viðkem- ur er nauðsynlegur og þyrfti ekki að vera í stórum stíl, aðeins til að leysa úr mestu þörfinni, sérstaklega fyrir þá, sem hafa jazzleik eða annan hljóðfæra- leik að atvinnu. Það hefur áreiðanlega margt óþarfara verið flutt inn til lands- ins. Hljóðfæri, sem spilað er á næstum hvert einasta kvöld, ganga fljótt úr sér og þurfa viðhald og vegna þess væri það vonandi, að forráðamenn hljóðfæra- verzlananna sæju sóma sinn í því, ef svo ótrúlega vildi til, að þeir fengju einhver innflutningsleyfi, að flytja þá eitthvað nauðsynlegt inn á þau eins og t. d. strengi í öll strengjahljóðfæri, púða og blöð í saxófóna og klarinett, munn- stykki í blásturshljóðfæri, skinn, kjuða og bursta fyrir trommur og jafnvel eitt- hvað af hljóðfærum. En það mætti þá ekki vera neitt þriðja flokks drasl. Ilin licimsfrægu danslöff Goodnight, Irene Og Mona Lisa Fást í Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur og Hljóðfærahúsinu. Nótnaforlagið TEMPÓ Hilmar Skagfield skrifar frá U.S.A.: Charlie Spivak Nokkru fyrir jól var haldinn stærsti dansleikur ársins hér í háskólanum í Tallahassee og var hljómsveit trompet- leikarans Charlie Spivak fengin til að leika fyrir dansinum. Spivak er gamal- kunnur trompetleikari og er hljómsveit hans í hópi hinna betri danshljómsveita Bandaríkjanna. Beztu menn hljómsveit- arinnar eru trommuleikarinn Bobby Rickey og trompetleikarinn Buddy Yannon. Ég hitti hr. Spivak í hléinu og kynnti mig fyrir honum. „Frá íslandi“, sagði hann, alveg undr- andi, „er ekki óskaplega kalt þar?“ Ég sagði honum, að svo væri ekki, og það væri jafnvel erfiðleikum bundið að stunda skíði á veturna vegna snjó-

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.