Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 22

Jazzblaðið - 01.02.1951, Blaðsíða 22
U. S. A. ★ Dizzy Gille- spie hefur nýlega leikið nokkur lög inn á plötur með aðstoð strengja- hljómsveitar í svipuðum stíl og Charlie Parker gerði nú fyrir nokkru. Johnny Richards útsetti fyrir hljómsveitina, en hann var m. a. áður hjá Stan Kenton. Dizzy mun nú vera byrjaður með litla hljómsveit á nætui'klúbbnum „Birdland“ og er Milton Jackson m. a. með honum á vibrafón, en henn hefur leikið í mörg- um eldri hljómsveitum Gillespie og einnig hefur hann leikið með honum á mörgum beztu plötum hans. ★ Benny Good- man. Nýlega eru komnar á mark- aðinn tvær stór- ar ,Long playing' plötur, þar sem getur að heyra hljómleika, sem Benny Goodman hélt 1938. Upp- takan að hljómleikunum kom nýlega í leitirnar. Þarna má heyra margar ,Good- man-stjörnur‘, svo sem Harry James, Ziggy Elman, Jess Stacy, Gene Krupa og fleiri. Ennfremur koma nokkrir gest- ir fram á hljómleikunum, svo sem Lest- er Young, Johnny Hodges, Buck Clayton, Bobby Hackett og Harry Carney. — Hljómleikarnir taka um hálfa aðra klst. ★ Buddy De- Franco er nýlega hættur í sextett Count Basie. — Hann hefur gert samning til fimm ára við „General Artists Corp“ og mun hann stofna stóra hljómsveit. ★ Erroll Garner er sennilega sá sólópíanistinn, er mest hefur að gera í New York þessa mánuðina. — Hann leikur aðallega á næt- urklúbbum, en kemur ennfremur mikið fram á hljómleikum og í útvarpi og sjónvarpi. Plötur hans seljast mjög vel. Þeir John Simmons bassaleikari og Shadow Wilson trommuleikari leika oft- ast með honum. 22 ^azzhta&ií

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.